Erlent

Sjálfboðaliðar víða að í Taílandi

Sjálfboðaliðar víða að starfa við björgunarstörf á Taílandi, þar á meðal margir Svíar. Stjórnvöld í Svíþjóð eru hins vegar gagnrýnd fyrir sljó og slæg viðbrögð við hörmungunum. Sænsk stjórnvöld hafa sett á laggirnar eins konar bráðabirgðasendiskrifstofu á ferðamannaeyjunni Phuket þar sem fjöldi erlendra ferðamanna var meðal fórnarlamba flóðbylgjunnar. Björgunarlið skipað sérfræðingum er þangað komið til að taka þátt í björgunaraðgerðum, leita Svía og annarra sem saknað er og bera kennsl á lík. Svíar eru mjög ósáttir við frammistöðu stjórnvalda sem þeir hafa brugðist seint og illa við. Á Phuket hafa sænskir sjálfboðaliðar komið á fót eigin neyðarmiðstöð og í Svíþjóð stendur til að stofna rannsóknarnefnd til að kanna viðbrögðin. Ingvar Carlsson, fyrrverandi forsætisráðherra, var beðinn að stýra því starfi en hefur beðist undan því. Fjöldi ferðamanna sem var á Phuket sem og fjöldi annarra sjálfboðaliða hefur tekið þátt í björgunarstörfum, leitað í rústum bygginga og á ströndinni. Slíkur starfi hefur sterk áhrif á fólk, jafnvel án þess að það átti sig á því, og þeir eru margir hverjir úrvinda á sál og líkama. Jason Young, sálfræðingur og sjálfboðaliði, segir að það megi ímynda sér að áföllin séu í lögum. Hægt sé að fjarlægja eitt lag af öðru. Fólk geit verið með öllu óvirkt og gera megi ráðstafanir gegn því. Það geti líka verið á adrenalínkeyrslu en líkaminn alveg úrvinda. Þegar búið sé að losa sig við adrenalínið komi tilfinningar fram og það megi meðhöndla. Young segir að tekist hafi að komast á það stig hjá flestum þar sem fólk hafi getað sagt: „Allt í lagi, ég hef sinnt starfi mínu, fimm dagar eru liðnir, ég hef gert nóg til að hefja venjulegt líf á ný.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×