Erlent

Færri Svíar látnir en talið var

Mun færri Svíar létust og er saknað eftir hamfarirnar í Asíu en sænsk yfirvöld héldu fram. Samkvæmt opinberum tölum sem fréttastofan AP birtir er staðfest að 52 Svíar hafi látist og 637 sé saknað. Sænsk yfirvöld héldu því lengi fram að mun fleiri hefðu látist og að allt að þrjú þúsund væri saknað. Sænskir fjölmiðlar gagnrýndu í gær yfirvöld harkalega fyrir óvönduð vinnubrögð. Flestir þeirra erlendu ríkisborgara sem létust í hamförunum voru frá Þýskalandi eða 60 manns. Þá er um eitt þúsund Þjóðverja saknað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×