Erlent

Flugþjónar neita að bera fram mat

Flugþjónar hjá ítalska flugfélaginu Alitalia eru óánægðir með kjör sín og fóru í óvenjulegt verkfall til að vekja athygli á því. Allir farþegar í Evrópuflugi félagsins fóru hungraðir frá borði í morgun þar sem starfsfólkið neitaði að bera fram mat og drykk. Rekstur Alitalia hefur gengið mjög illa um hríð og tilkynntu stjórnendur félagsins um breytingar á starfsumhverfi flugþjóna í hagræðingarskyni. Þær hugmyndir hafa vakið litla gleði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×