Fleiri fréttir

Á þriðja tug þúsunda látnir

Á þriðja tug þúsunda fórst í náttúruhamförunum í Suðaustur-Asíu í gær og talið er víst að sú tala muni hækka. Björgunarmenn leita þeirra sem komust af og sækja lík upp í tré og á haf út. Aðstæðurnar eru ömurlegar og hætta á frekari hörmungum. 

Valda ekki flóðbylgjum hér

Jarðhræringar valda ekki flóðbylgjum hér við land nema við mjög sérstakar aðstæður að sögn jarðeðlisfræðings. Mestu öldur myndast í mjög djúpum lægðum en hæst hefur hafalda mælst 25,2 metrar við Íslandsstrendur.

Verstu náttúruhamfarir sögunnar

Náttúruhamfarirnar í Suðaustur-Asíu eru þær verstu í sögunni að mati yfirmanns neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna. Óttast er að farsóttir blossi upp á svæðinu þar sem rotnandi lík og hræ liggja í flóðavatninu.

Harmleikur á hamfarasvæðunum

Gærdagurinn leiddi enn betur í ljós hvílíkur harmleikur hefur átt sér stað í löndunum við Bengalflóa. Um 25.000 manns liggja í valnum, milljónir eru heimilislausar og veruleg hætta er á alvarlegum pestum. Neyðaraðstoð hefur borist víða að.

Ríkisstjórnin styrkir fórnarlömbin

Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að leggja fimm milljónir króna til mannúðar- og neyðaraðstoðar á hamfarasvæðunum í Asíu.

Norðurlandabúar á meðal látinna

Í það minnsta 23 Norðurlandabúar eru á meðal þeirra sem týndu lífi í flóðunum miklu á öðrum degi jóla og enn þá fleiri er saknað.

Mannslífum mátti bjarga

Embættismenn í ríkjunum við Bengalflóa viðurkenndu í gær að ef þau hefðu gefið út viðvaranir um yfirvofandi flóð í kjölfar jarðskjálftans á annan í jólum hefði mátt bjarga mörg þúsund mannslífum.

Neyðaraðstoð alls staðar að

Aðstæður á flóðasvæðunum við Indlandshaf eru víða slæmar. Neyðaraðstoð berst nú alls staðar að úr heiminum, bæði frá ríkisstjórnum og hjálparsamtökum.

Júsjenkó öruggur sigurvegari

Viktor Júsjenkó sigraði nafna sinn Janukovitsj í forsetakosningunum í Úkraínu sem fram fóru í fyrradag. Júsjenkó boðar nýja tíma í frjálsu og fullvalda föðurlandi.

Erfitt verk framundan

Þrátt fyrir að Viktor Júsjenkó hafi staðið í ströngu undanfarnar vikur þá má segja að baráttan hefjist fyrir alvöru nú þegar hann sest í stól forseta.

Níu liggja í valnum

Níu fórust og 39 særðust í sprengjuárás í Bagdad í gær. Leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks sjía var skotmark árásarmannsins en hann sakaði hins vegar ekki.

Neitar að viðurkenna ósigur

Svik og prettir voru víðsfjarri þegar önnur umferð forsetakosninganna í Úkraínu var endurtekin í gær. Viktor Júsjenko er öruggur sigurvegari í kosningunum en mótherji hans, Janúkovítsj, neitar að viðurkenna ósigur.

Samúðarkveðjur héðan til Asíu

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sendi í gær samúðarkveðjur til stjórnvalda þeirra ríkja sem verst urðu úti vegna náttúruhamfaranna sem áttu sér stað í Asíu á annan í jólum.

Áralangt starf framundan í Darfur

Alþjóða Rauði krossinn hefur á undanförnum mánuðum séð hundruðum þúsunda manna í Darfur-héraði í Súdan fyrir matvælum, vatni og heilsugæslu. Uppbygging þar hefur verið öflug og hröð en ljóst er að margra ára hjálparstarf er fram undan á þessu stríðshrjáða svæði.

Ráðherra lést eftir byssuskot

Heorhiy Kirpa, samgönguráðherra Úkraínu, fannst í gær látinn eftir að hafa orðið fyrir byssuskoti, að sögn talsmanns járnbrauta landsins. Kirpa var stuðningsmaður forsætisráðherrans Viktors Janúkovitsj í forsetakosningunum sem lauk í fyrradag, en hann tapaði sem kunnugt er fyrir Viktor Júsjenko.

Þúsundir hefðu getað bjargast

Viðvörunarkerfi hefði getað bjargað lífi þúsunda í Suðaustur-Asíu í gær. Ekkert slíkt kerfi var hins vegar fyrir hendi og því var enginn viðbúinn ógnarkrafti flóðbylgjunnar.

Hátt í 7000 hafa látist

Að minnsta kosti 6600 manns hafa farist í suðurhluta Asíu eftir hinn gríðarstóra jarðskjálfta sem gekk þar yfir í morgun, að sögn Sky-fréttastofunnar.

Flest bendir til sigurs Júsjenkó

Meira en 12 þúsund kosningaeftirlitsmenn víðs vegar að úr heiminum eru komnir til Úkraínu, til þess að fylgjast með endurteknum forsetakosningum í landinu, sem fara fram í dag. Skoðanakannanir benda til þess að stjórnarandstæðingurinn Júsjenkó muni fara með sigur af hólmi.

Neyðarvakt í utanríkisráðuneyti

Engin veit hversu margir Íslendingar eru á þeim svæðum sem hafa orðið fyrir áhrifum af skjálftanum og flóðbylgum vegna hans. Íslenska utanríkisráðuneytið hefur sett upp neyðarvakt, þar sem upplýsingum er safnað og Íslendingum komið til aðstoðar ef með þarf.

Flest bendir til sigurs Júsjenkó

Meira en 12 þúsund kosningaeftirlitsmenn frá þrjátíu og einu landi fylgdust með endurteknum forsetakosningum í Úkraínu í dag. Útgönguspár munu liggja fyrir fljótlega, en flest bendir til að stjórnarandstæðingurinn Viktor Júsjenkó muni fara með sigur af hólmi.

Hundruðir á hamfarasvæðum

Neyðarvakt var komið á fót í utanríkisráðuneytinu í gær eftir náttúruhamfarirnar í Asíu sem kostuðu þúsundir lífið. Fjöldi ættingja setti sig í samband við ráðuneytið til þess að spyrjast fyrir um afdrif Íslendinga sem staddir eru á hamfarasvæðunum að sögn Péturs Ásgeirssonar, skrifstofustjóra ráðuneytisins.

Fyrstu viðbrögð mismunandi

Það sem er að gerast í hugum fólks er að þar ríkir töluverð kaós fyrsta sólarhringinn. Í rauninni er þetta hálfgerð lömun sem getur valdið mismunandi viðbrögðum," segir Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur um viðbrögð fólks sem lendir í hörmungum eins og fórnarlömb jarðskjálftans í Suð-austur Asíu.

Indverskir sjómenn haldi sig heima

Indverskum sjómönnum við suðurströnd Indlands hefur verið ráðlagt að halda sig heima við næstu tvo daga af ótta við flóðbylgjur. Mikil flóðbylgja í kjölfar jarðskjálftans í Asíu í gær kostaði að minnsta kosti 1.900 manns lífið á suðurströnd Indlands og jafnaði heimili fjölda fólks við jörðu.

Meira en 10 þúsund hafa látist

Meira en tíuþúsund manns hafa látist í suður- og austurhluta Asíu í kjölfar öflugasta jarðskjálfta sem vart hefur orðið á jörðinni í fjörutíu ár. Skjálftinn mældist 8,9 á Richter og honum fylgdu gríðarlegar flóðbylgjur sem náðu allt að tíu metra hæð.

Flúðu eftir flóðbylgju

Um tvö hundruð föngum tókst að flýja úr Matara fangelsinu í suðurhluta Sri Lanka eftir að vatn flæddi inn í fangelsið í gær. Flóðbylgjur ollu miklu tjóni við strendur Sri Lanka í kjölfar jarðskjálftans í Asíu í gær og fjöldi fólks liggur í valnum.

Mikils fjölda ferðamanna saknað

Fjölda evrópskra ferðamanna er saknað eftir mikla flóðbylgju í kjölfar jarðskjálftans í Asíu í gær. Vinsæl ferðamannasvæði, meðal annars á Sri Lanka og í Taílandi, urðu illa úti í hamförunum.

Úrslitin gagnrýnd

Evrópskir kosningaeftirlitsmenn gagnrýna harðlega framkvæmd kosninga í Úsbekistan og segja að þær uppfylli ekki skilyrði um lýðræðislegar kosningar.

Ekki vitað um 40 Íslendinga

Ekki er vitað um afdrif um fjörtíu Íslendinga sem voru á hamfarasvæðinu, af þeim sextíu og fimm sem staðfest er að eru þar um þessar mundir. Utanríkisráðuneytið hefur starfrækt neyðarvakt í dag þar sem upplýsingum er safnað og Íslendingum komið til aðstoðar ef með þarf.

5000 sinnum öflugri

Jarðflekahreyfingar í hafinu vestur af Súmötru ollu risi sjávarbotnsins sem orsakaði hinar mannskæðu flóðbylgjur. Ragnar Stefánsson segir orkulosunina 5000 sinnum meiri en í Suðurlandsskjáltunum.

Eyðilegging við Indlandshaf

Einn stærsti jarðskjálfti sögunnar reið yfir sunnanverða Asíu gær. Þúsundir manna liggja í valnum eftir að tröllauknar flóðbylgjur ruddust upp á strendur landanna við Bengalflóa.

Rauði Krossinn aðstoðar

Söfnun er hafin meðal landsmanna til aðstoðar fórnarlömbum stórflóðanna. Fjölmörg ríki og hjálparsamtök hafa hafið neyðarhjálp á flóðasvæðunum. Það er ljóst að þörfin fyrir hjálp er gríðarleg og allir sem vettlingi geta valdið hafa boðið fram aðstoð sína.

Mannskaði vegna flóðbylgja

Flóðbylgjur, sem oft orsakast af neðansjávarjarðskjálftum, hafa í gegnum tíðina valdið stórfelldum spjöllum í strandbyggðum. Sagnir af slíkum hamförum eru til bæði frá Róm og Grikklandi til forna, þar með talið frásögn af flóðbylgju sem gekk yfir Miðjarðarhafið austanvert 21 júlí árið 365 og drap þúsundir íbúa Alexandríu í Egyptalandi. 

Meira en tíu þúsund látnir

Talið er að á annan tug þúsunda manna hafi farist í flóðbylgjum sem gengu yfir strendur landa við Indlandshaf í gær í kjölfar eins af stærstu jarðskjálftum sögunnar. Ekki er talið að Íslendingar á þessum slóðum hafi meiðst, en mörgum er brugðið.

Eins og úr pappír

P. Ramanamurthy, fertugur íbúi í Kakinada á suðurhluta Indlands, var harmi lostinn þegar hann horfði út á sjó er flóðbylgjan gekk þar yfir.

Hlupu öskrandi frá ströndinni

"Allt í einu voru göturnar á kafi í sjó og fólk hljóp öskrandi frá ströndinni," sagði Ástralinn John Hyde, sem var í jólafríi á suðurhluta Taílands þegar gífurleg flóðbylgja gekk þar yfir.

Júsjenko spáð sigri

Samkvæmt útgönguspám hafði leiðtogi stjórnarandstöðu Úkraínu, Viktor Júsjenko, 15% fleiri atkvæði í annarri umferð forsetakosninga þar í landi en andstæðingur hans, Viktor Janúkovitsj forsætisráðherra.

Sonurinn uppi í tré

Sænsk fjölskylda var nýkomin í jólafrí á Phuket-eyju á Taílandi þegar flóðbylgja gekk þar yfir. "Sjórinn fór og kom síðan aftur á gífurlegum hraða og tók allt með sér," sagði faðirinn Kjell Skold.

Áfengisbann í Ástralíu

Yfirvöld í Ástralíu hafa brugðið á það ráð að banna alla áfengisnotkun yfir jólin á Bondi-ströndinni í Sydney, í fyrsta sinn í sögunni.

Geimfarar með síðbúna jólamáltíð

Tveir geimfarar frá Rússlandi og Bandaríkjunum snæddu síðbúna jólamáltíð í alþjóðlegu geimstöðinni í gær eftir að ómannað geimskip lagði þar við bryggju.

Sjö stungnir í barnaafmæli

Sjö manns voru stungnir í slagsmálum sem brutust út í afmælisveislu tveggja ára gamallar stúlku í Ohio í Bandaríkjunum.

Herferð gegn reykingum

Ný og óvægin auglýsingaherferð gegn reykingum er farin af stað í Bretlandi. Vonast stjórnvöld til að þúsundir manna muni í kjölfarið hætta að reykja á næsta ári.

Tvö börn fórust og eignatjón mikið

Að minnsta kosti tvö börn fórust í öflugum jarðskjálfta upp á 7,4 á Richter í Bangladess í gær. Að sögn björgunarsveita og veðurfræðinga komu fram sprungur í jörð og flóðbylgjur mynduðust.

Minnst 8 fórust

Að minnsta kosti átta menn fórust og á annan tug særðist þegar eldsneytisbíll sprakk við sendiráð Jórdaníu í Bagdad í gærkvöldi. Allt bendir til þess að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. Bílnum hafði verið ekið að sendiráðsbyggingunni, en íbúðarhverfi eru skammt frá og gjöreyðilögðust mörg hús við sprenginguna.

Hamas-samtökin sigra

Hamas-samtök harðlínumúslíma unni mikinn sigur í borgar- og bæjarstjórnarkosningum á sjálfsstjórnarsvæðum Palestínumanna sem fram fóru í gær. Allt bendir einnig til þess að Fatah-hreyfing Jassirs heitins Arafats hafi tapað töluverðu fylgi. Litið var á kosningarnar sem einskonar æfingu fyrir forsetakosningarnar sem fram eiga að fara í janúar.

Breytingar standast ekki

Stjórnlagadómstóll Úkraínu komst að því í morgun að breytingar sem gerðar voru nýlega á kosningalögum landsins, brytu í bága við stjórnarskrána. Önnur umferð forsetakosninganna í Úkraínu verður endurtekin á morgun.

Sjá næstu 50 fréttir