Erlent

Áfengisbann í Ástralíu

Yfirvöld í Ástralíu hafa brugðið á það ráð að banna alla áfengisnotkun yfir jólin á Bondi-ströndinni í Sydney, í fyrsta sinn í sögunni. Ástæðan er sú að á síðasta ári þurftu strandverðir að bjarga 114 manns sem höfðu lent í vandræðum í sjónum, að því er kom fram á fréttavef BBC. Undanfarin ár hafa þúsundir manns skemmt sér í jólapartýum á ströndinni en mun færri hafa látið sjá sig þar um þessi jól vegna bannsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×