Erlent

Neyðarvakt í utanríkisráðuneyti

Engin veit hversu margir Íslendingar eru á þeim svæðum sem hafa orðið fyrir áhrifum af skjálftanum og flóðbylgum vegna hans. Íslenska utanríkisráðuneytið hefur sett upp neyðarvakt, þar sem upplýsingum er safnað og Íslendingum komið til aðstoðar ef með þarf. Flóðbylgjurnar hafa skollið yfir marga ferðamannastaði, sem einmitt eru vinsælir á þessum árstíma. Minnst á annað hundrað manns biðu bana á suðurhluta Tælands og 1.300 slösuðust, mest á vinsælum áfangastöðum ferðamanna, svo sem eyjunum Phuket og Phi Phi. Nokkrir áhyggjufullir ættingjar ferðamanna á Taílandi og fleiri stöðum hafa haft samband við fréttastofu í morgun. Meðal annars hefur fréttastofa vitneskju um ungt par á flóðasvæðinu sem lenti í lífshættu, en hafði samband við foreldra sína í morgun og töldu sig þá úr hættu. Ekki náðist samband við þau fyrir fréttir, né við ræðismann Íslands í Taílandi. Þá eru Íslendingar á Sri Lanka, en þar eru staðfest að 1650 manns eru látnir og hundruða er saknað. Staðfest hefur verið að ekkert amar að íslenskum starfsmönnum utanríkisþjónustunnar þar. Sett hefur verið upp neyðarvakt í utanríkisráðuneytinu vegna flóðanna. Símanúmerið er 545 9900



Fleiri fréttir

Sjá meira


×