Erlent

Rauði Krossinn aðstoðar

Söfnun er hafin meðal landsmanna til aðstoðar fórnarlömbum stórflóðanna. Fjölmörg ríki og hjálparsamtök hafa hafið neyðarhjálp á flóðasvæðunum. Það er ljóst að þörfin fyrir hjálp er gríðarleg og allir sem vettlingi geta valdið hafa boðið fram aðstoð sína. Evrópusambandið ætlar að leggja fram sem svarar 250 milljónum íslenskra króna til neyðarhjálpar strax, og standa að frekari aðgerðum í kjölfarið. Rauði krossinn stendur fyrir víðtæku hjálparstarfi. Þórir Guðmundsson, talsmaður Rauða Kross Íslands, segir fyrsta málið að bjarga fólkinu á staðnum og síðan þurfi að hugsa um framhaldið, bæði þá sem misst hafi ættingja og/eða hús. Síðast en ekki síst þurfi svo að huga að enduruppbyggingu þegar fyrsti neyðarfasinn sé yfirstaðinn. Söfnunarsíminn er opinn, hann er 907 2020, og skuldfærast þá eitt þúsund krónur af símreikningi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×