Erlent

Mikils fjölda ferðamanna saknað

Fjölda evrópskra ferðamanna er saknað eftir mikla flóðbylgju í kjölfar jarðskjálftans í Asíu í gær. Vinsæl ferðamannasvæði, meðal annars á Sri Lanka og í Taílandi, urðu illa úti í hamförunum. Franskur ferðamaður á Sri Lanka er meðal þeirra sem eiga um sárt að binda en hann sá á eftir fjögurra ára sonardóttur sinni verða flóðbylgjunni að bráð. Sjálfum tókst honum að bjarga sér með því að grípa í trjábol og kom þannig í veg fyrir að flóðbylgjan hrifi hann með sér á haf út.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×