Erlent

Eins og úr pappír

P. Ramanamurthy, fertugur íbúi í Kakinada á suðurhluta Indlands, var harmi lostinn þegar hann horfði út á sjó er flóðbylgjan gekk þar yfir. "Mér dauðbrá þegar ég sá fjöldann allan af fiskibátum svífa um á risastórum öldunum. Þeir fóru fram og aftur í sjónum, eins og þeir væru búnir til úr pappír," sagði hann. "Fjömörgum bátum hvolfdi en sjómennirnir reyndu hvað þeir gátu til að að halda sér í þá. Þeir enduðu síðan í sjónum. Þetta var skelfilegt."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×