Erlent

Flúðu eftir flóðbylgju

Um tvö hundruð föngum tókst að flýja úr Matara fangelsinu í suðurhluta Sri Lanka eftir að vatn flæddi inn í fangelsið í gær. Flóðbylgjur ollu miklu tjóni við strendur Sri Lanka í kjölfar jarðskjálftans í Asíu í gær og fjöldi fólks liggur í valnum. Strandsvæði undir stjórn uppreisnarhópsins Tamil tígrisdýranna í norðausturhluta landsins urðu mörg hver illa úti í flóðbylgjunum. Erfitt er að komast að svæðunum og því óvíst hversu mikið manntjón varð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×