Fleiri fréttir

Hermenn í Írak heyja sálarstríð

Sálarþrek bandarískra hermanna í Írak fer dvínandi. Árásin á herstöðina í Mosul var sjálfsmorðsárás. Hermönnum finnst þeir hvergi vera öruggir. Verktakar í uppbyggingarstarfi gefast upp. </font /></b />

Íbúar Falluja snúa aftur heim

Íbúar í Falluja eru farnir að snúa aftur til borgarinnar eftir að hafa yfirgefið hana skömmu fyrir innrás bandaríska hersins í nóvember.

Prinsessan velunnari geðsjúkra

María krónprinsessa Danmerkur hefur samþykkt að verða velunnari Dönsku geðhjálparsamtakanna (SIND). Samtökin vinna að því að auka skilning almennings á geðsjúkdómum og umburðarlyndi gagnvart þeim sem þjást af þessum sjúkdómum.

Rumsfeld í Írak

Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandríkjanna, birtist í óvæntri heimsókn í borginni Mósúl í Írak í morgun, þremur dögum eftir eina mannskæðustu árásina á Bandaríkjaher í Írak til þessa. Komið hefur í ljós að árásarmaðurinn var klæddur herbúningi írakska hersins þegar hann framdi ódæðið.

Næsti páfi ítalskur

Næsti páfi verður líklega ítalskur, að sögn belgíska kardinálans Godfried Danneels, en vangaveltur um næsta æðsta mann kaþólsku kirkjunnar verða sífellt meira áberandi um leið og heilsufarsástandi Jóhannesar Páls páfa annars hrakar sífellt. Hann er af pólskum uppruna og er orðinn 84 ára. Hann þjáist af Parkisons og getur ekki lengur gengið.

Mikil fátækt í Mongólíu

Meðan jólin nálgast bíður hundruða heimilislausra barna í höfuðborg Mongólíu harður vetur og svelti. Þriðjungur af íbúum landsins býr við sára fátækt. Fátækt hefur aukist mjög í Mongólíu síðan valdatíma kommúnista lauk og stuðningur frá Rússlandi hætti. Heimilislausum börnum hefur fjölgað mjög, og er talið að um tíu þúsund séu heimilislausir í höfuðborginni.

Breyttu landinu án blóðsúthellinga

Kosningabaráttan í Úkraínu stendur nú sem hæst - aftur. Frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, Viktor Júsjenko, hrósaði stuðningsmönnum sínum á útifundi í gær og sagði þá hafa breytt landinu án blóðsúthellinga.

Ætluðu að myrða krónprinsinn

Sádi-Arabar hafa kallað sendiherra sinn í Líbíu heim þar sem þeir þykjast hafa heimildir fyrir því að Líbíumenn hafi lagt á ráðin um að ráða Abdullah, krónprins Sádi-Arabíu, af dögum. Krónprinsinn er sá sem í raun og veru hefur völdin í landinu.

Annan vill ekki fara til Darfur

Tilraunir Sameinuðu þjóðanna til að stilla til friðar í Darfur-héraði í Súdan hafa ekki skilað neinum árangri, segir Kofi Annan, framkvæmdastjóri samtakanna. Hann telur rétt að hugsa upp á nýtt hvernig taka beri á málum. Annan neitar að fara til Darfur.

Dularfull viðskipti með Yukos

Það vakti furðu fyrr í vikunni þegar dularfullt, áður óþekkt fyrirtæki, með höfuðstöðvar sínar í farsímaverslun úti í sveit, keypti stærstu eignir rússneska olíufyrirtækisins Yukos á uppboði. Atburðir næturinnar eru ekki síður dularfullir en þó ekki óviðbúnir. Rússneska ríkisolíufyrirtækið Rosneft hefur keypt Baikal Finance Group, fyrirtækið sem keypti eignir Yukos.

Kosningar í Palestínu í dag

Fyrstu borgar- og sveitarstjórnarkosningar í þrjá áratugi á sjálfsstjórnarsvæðum Palestínumanna fara fram í dag en litið er á þær sem einskonar æfingu fyrir forsetakosningar í landinu í janúar. Mikill fjöldi kjósenda virðist hafa tekið þátt í kosningunni sem ætti einnig að gefa nokkra mynd af fylgi megin stjórnmálahreyfinga á sjálfsstjórnarsvæðunum.

Fuglaflensa víða í Víetnam

Fuglaflensa hefur fundist í sex umdæmum í Víetnam undanfarnar þrjár vikur og hefur yfir tíuþúsund fuglum verið fargað til að koma í veg fyrir faraldur. Í Kína búa stjórnvöld sig jafnframt undir fuglaflensu í vetur og í því augnamiði að hefta útbreiðslu er nú unnið að því að þjálfa heilbrigðisstarfsfólk í að greina flensuna og meðhöndla.

Hnífstunguárásir í Lundúnum

Einn maður er látinn og í það minnsta fimm eru alvarlega slasaðir eftir að maður eða menn réðust á fólk í Norður-Lundúnum í morgun og stungu það. Einn maður hefur verið handtekinn og svo virðist sem hann hafi ráðist á fólkið handahófskennt í æðiskasti. Hvorki hefur þó verið útilokað að fleiri eigi hlut að máli né að árásirnar hafi verið fleiri.

Yfirheyrður vegna málverkaránsins

Norska lögreglan hefur yfirheyrt mann sem grunaður er um aðild að ráninu á málverkum Munchs, <em>Ópinu</em> og <em>Madonnu</em>, af safni í Ósló í sumar. Fram að þessu hafði lögreglu ekkert orðið ágengt við rannsóknina og hafði enga hugmynd um hver kynni að hafa verið að verki. Maðurinn neitar sök og var sleppt að loknum yfirheyrslum.

Olíuauðlindir landsins þjóðnýttar

Pútín Rússlandsforseti telur sanngjarnt að þjóðnýta olíuauðlindir landsins. Þannig megi verja hagsmuni ríkisins gegn áhrifum ósanngjarnrar og ólöglegrar einkavæðingar undanfarinn áratug. Þetta sagði hann nú þegar ríkið hefur náð tökum á helstu eignum olíufyrirtækisins Yukos.

Velflestir misstu velflest

Á annan í jólum í fyrra reið jarðskjálfti yfir Bam í Íran með þeim afleiðingum að 27.000 manns létu lífið. Ári síðar reyna eftirlifendurnir að færa samfélagið í samt horf eins og frekast er kostur

24 féllu í Nepal

Að minnsta kosti tuttugu og fjórir eru sagðir hafa fallið í bardögum nepalska hersins og skæruliða úr röðum maóista í Nepal í dag. 22 hinna látnu voru skæruliðar. Yfir hundrað manns hafa þar með látist í átökum deiluaðilanna síðastliðna viku.

Danir blekktu ekki Grænlendinga

Danski forsætisráðherrann, Anders Fogh Rassmussen, vísar því á bug að danska ríkisstjórnin hafi afvegaleitt Grænlendinga þegar Grænland var innlimað í Danmörku fyrir hálfri öld.

14 létust og 33 særðust í Írak

Fjórtán létust og þrjátíu og þrír særðust þegar tvær sprengjur sprungu í tveimur árásum suður af Bagdad í gærkvöld. Níu létust og þrettán særðust í sjálfsmorðsárás þegar bifreið hlaðin sprengiefnum ók inn í vegatálma. Þeir sem létust voru úr þjóðvarðliðinu og lögreglunni, auk nokkurra óbreyttra borgara.

Qureia gagnrýnir fyrirhugaðan fund

Ahmed Qureia, forsætisráðherra Palestínu, gagnrýndi í dag harðlega fyrirhugaðan fund í Lundúnum um umbætur í Palestínu. Hann sagði að það sem þyrfti til væri friðarráðstefna. Hann er ekki í aðstöðu til að ákveða hvort Palestínumenn sæki fundinn en afstaða hans er engu að síður merki um ágreining meðal leiðtoga Palestínumanna eftir dauða Jassirs Arafats.

Útvarpsbylgjur skaða DNA-erfðaefni

Ný alþjóðleg rannsókn bendir til þess að útvarpsbylgjur frá farsímum geti skaðað DNA- erfðaefni í manneskjum og dýrum. Niðurstöður frá tólf rannsóknarhópum í sjö löndum leiða í ljós að útvarpsbylgjurnar skemma og breyta erfðaefninu. Forsprakki rannsóknarinnar telur að þörf sé á nýjum rannsóknum í kjölfarið á þessum niðurstöðum.

Dularfullur sjúkdómur í mörgæsum

Dularfullur sjúkdómur sem leggst á hálfstálpaða mörgæsaunga hefur gert mikinn usla í Suðureyjum Nýja-Sjálands í stofni mörgæsa með gul augu sem eru á lista yfir tegundir í útrýmingarhættu. Áttatíu prósent unganna sem fæddust síðasta vor hafa drepist úr sjúkdómnum sem virðist ekki ógna fullorðnum fuglum.

Stakk mann til bana í Lundúnum

Óður maður drap einn og stórslasaði fimm í Lundúnum í dag. Hann gekk berserksgang í norðurhluta borgarinnar og stakk þar fólk, að því er virðist af handahófi. Fórnarlömbin voru af báðum kynjum og ólíkum kynþáttum.

Friðarviðræður komnar í strand

Friðarviðræður stjórnvalda og uppreisnarmanna í Darfur-héraði í Súdan eru komnar í strand. Á aðra milljón manna hefur misst heimili sín í héraðinu og Alþjóða Rauði krossinn óttast að með sama áframhaldi verði þrjár milljónir manna hjálparþurfi á næsta ári. Fréttamaður Stöðvar 2 var á ferðalagi í Darfur-héraði.

Júsjenkó sigurstranglegri

Spennan magnast í Úkraínu þar sem styttist í forsetakosningar - aftur. Kannanir benda til sigurs stjórnarandstöðunnar eins og síðast.

Lét klóna köttinn sinn

Þegar peningum og vísindum er blandað saman er ýmislegt hægt, að því er virðist. Í dag fékk kona á Flórída níu vikna kettling í fangið í fyrsta sinn - og þó, því að kettlingurinn er nákvæmlega eins og köttur sem hún átti en er farinn á vit feðra sinna. Fyrir litla fimmtíu þúsund dollara, tæpa milljón króna, lét konan klóna kisann sinn og er nú alsæl.

Blair í Miðausturlöndum

Tony Blair kom seint í gærkvöldi til Ísrael en í dag mun hann eiga fundi bæði með Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, og þeim Amhed Qureia, forsætisráðherra Palestínu, og forsetaframbjóðandanum Mahmoud Abbas. Heimsókn Blairs á svæði Palestínumanna er fyrsta heimsókn þjóðarleiðtoga frá því að Jassir Arafat féll frá.

Kvótar ESB minnkaðir

Fiskveiðikvótar Evrópusambandsins verða minnkaðir á næsta ári en ekkert verður úr algjöru þorskveiðibanni á stórum svæðum eins og vísindamenn höfðu lagt til, í þeim tilgangi að koma í veg fyrir hrun stofnsins. Þessi niðurstaða náðist eftir mikið þjark hjá ráðherrum sambandsríkjanna.

Stjörnuþokur í fæðingu

Vísindamenn hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA segjast hafa fundið stjörnuþokur í fæðingu sem gætu einn góðan veðurdag orðið jafn stórar og Vetrarbrautin. Vísindamennirnir töldu áður að fæðingartíðni stjörnuþoka - ef þannig má að orði komast - hefði minnkað en þessar fæddust í alheimi sem kominn er vel yfir miðjan aldur.

Greiddu ekki lausnargjald

Frönsk stjórnvöld neituðu því í morgun að lausnargjald hefði verið greitt fyrir tvo franska blaðamenn sem íslamskir öfgamenn slepptu úr haldi í Írak í vikunni. Jean-Pierre Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, greindi flokksbræðrum sínum frá því að krafa um lausnargjald hefði verið sett fram en að ekki hefði verið orðið við henni.

Hryðjuverkamenn handteknir á Spáni

Spænska lögreglan handtók í morgun þrjá meinta íslamska öfgamenn. Mennirnir höfðu reynt að kaupa sprengiefni. Allir eru þeir af marrokkósku bergi brotnir og voru handteknir í grennd við Barcelona. Þeir eru grunaðir um tengsl við alþjóðlegt net íslamsra hryðjuverkamanna, samkvæmt upplýsingum frá spænska innanríkisráðuneytinu.

Erfitt að bera kennsl á líkin

Marga daga tekur að bera kennsl á lík þeirra sem fórust í sprengjuárás á messatjald á herstöð í Írak í gær. Tuttugu og tveir fórust í árásinni. 

Hættir við öll verkefni í Írak

Einn stærsti bandaríski verktakinn í Írak, Contrack International Inc, hefur ákveðið að hætta við öll verkefni í landinu. Fyrirtækið hefur því sagt upp samningum að virði tuga milljóna dollara þar sem kostnaður við öryggisgæslu í Írak hefur rokið upp úr öllu valdi.

Ókeypis laxveiðileyfi í Noregi

Svo kann að fara að glænýr lax leysi jólaþorskinn víða af á jólaborði Norðmanna í ár því norska fiskistofan gefur nú öllum sem vilja opin og ókeypis veiðileyfi til að veiða u.þ.b. 150 þúsund laxa sem nýverið sluppu úr fiskeldisstöð á Mæri, skammt frá Álasundi.

Fyrsta skrefið í átt að friði

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Mahmoud Abbas, frambjóðandi í komandi forsetakosningum í Palestínu, segja ráðstefnuna sem ráðgerð er í Lundúnum á næsta ári verða fyrsta skrefið í átt að friði fyrir botni Miðjarðarhafs.

Bróðirinn varð eftir í fangelsinu

Ungur fangi slapp úr sænsku fangelsi með því að skiptast á fötum við eineggja tvíburabróður sinn. Fanginn, sem er átján ára og hafði nýlega verið dæmdur í tíu mánaða betrunarvist fyrir líkamsárás og rán, var skilinn eftir ásamt tvíburabróður sínum í klefa og gekk út sem frjáls maður eftir að hafa farið í föt bróður síns.

Suðað í forsætisráðherra Japans

Stuðningshópur sem vinnur að frelsun Bobby Fischer í Japan sendi í gær Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, bréf þar sem hann er hvattur til að leyfa Fischer að fara til Íslands þannig að hann sleppi við lögsókn í Bandaríkjunum.

Vegvísir að frjálsri Palestínu

Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, segir að Palestínumenn vilji fylgja vegvísi að frjálsri Palestínu sem alþjóðasamfélagið styddi. Talið er víst að Abbas sigri í forsetakosningum í Palestínu á næsta ári. 

Sýknaður eftir 17 ár í fangelsi

Maður sem hafði setið í sautján ár í fangelsi í El Paso í Texas fyrir nauðgun var sýknaður af dómstól í gær eftir að DNA-rannsókn hafði leitt í ljós sakleysi hans. Verknaðurinn þótti óvenju hrottalegur á sínum tíma og fékk hann sjötíu og fimm ára fangelsisdóm.

Fríverslunarsamningur fjandvina

Tyrkir og Sýrlendingar skrifuðu í dag undir fríverslunarsamning sín á milli, að sögn til að styrkja samkipti landanna og þá meðal annars með hliðsjón af ástandinu í nágrannaríkinu Írak. Lengi hefur verið grunnt á því góða hjá þjóðunum og voru þær nálægt því að fara í stríð árið 1998.

Stefnir Wal-Mart vegna sjálfsmorðs

. Bandarísk móðir hefur stefnt verslunarkeðjunni Wal-Mart eftir að 24 ára dóttir hennar framdi sjálfsmorð með byssu sem hún keypti í einni af verslunum fyrirtækisins. Móðirin krefst 25 milljóna Bandaríkjadollara í skaðabætur.

Árásin í Mosul sjálfsmorðsárás?

Ekki er víst að flugskeyti hafi hæft matsal bandarískrar herstöðvar eins og í fyrstu var talið. Samtökin Ansar al-Sunnah segja að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. Verið er að rannsaka málið.

Annan vill að deilum ljúki

Sameinuðu þjóðirnar og Bandaríkin verða að finna leið til að binda enda á deilur sínar og byrja að vinna saman á ný. Þetta sagði Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í gær.

Fimmtungur án fæðingavottorðs

Fimmtungur þeirra barna sem fæddust í Brasilíu í fyrra hefur ekkert fæðingarvottorð og eru þau þar með í raun ekki til, samkvæmt hinu opinbera.

Nýjar dýrategundir í Indónesíu

Vísindamenn hafa uppgötvað fjölda nýrra dýrategunda á afskekktum stað í Kalimantan-héraði í Indónesíu. Meðal þeirra eru áður óþekktar fisktegundir, ný kakkalakkategund, tvær sniglategundir sem aldrei hafa sést og plöntur.

Sjá næstu 50 fréttir