Erlent

Erfitt verk framundan

Þrátt fyrir að Viktor Júsjenkó hafi staðið í ströngu undanfarnar vikur þá má segja að baráttan hefjist fyrir alvöru nú þegar hann sest í stól forseta. Þjóðin er klofin í afstöðu sinni til nýja forsetans og stefnumála hans og erlendir þjóðarleiðtogar bíða átekta. Efnahagur landsins er með miklum ágætum um þessar mundir en fáeinir auðkýfingar hafa þar töglin og hagldirnar. Þeir studdu flestir Janukovitsj í kosningunum, erkifjanda Júsjenkós. Ráðamönnum í Kreml líst illa á stefnu Júsjenkós í utanríkismálum en hann lítur hýru auga til aukins samstarfs við Vesturlönd. Eitt af fyrstu verkefnum Júsjenkós verður að bæta ímynd sína gagnvart Pútín Rússlandsforseta. Erfiðasta verkefnið verður að sameina úkraínsku þjóðina á nýjan leik. Íbúar austurhluta landsins eru mjög tortryggnir í garð Júsjenkós. Viðbúið er að þeir fari fram á aukið sjálfstæði, bæði í stjórnmálum og efnahagsmálum. Það er lykilatriði fyrir Viktor Júsjenkó að róa þessa landa sína eigi hann að verða farsæll í embætti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×