Erlent

Ráðherra lést eftir byssuskot

Heorhiy Kirpa, samgönguráðherra Úkraínu, fannst í gær látinn eftir að hafa orðið fyrir byssuskoti, að sögn talsmanns járnbrauta landsins. Kirpa var stuðningsmaður forsætisráðherrans Viktors Janúkovitsj í forsetakosningunum sem lauk í fyrradag, en hann tapaði sem kunnugt er fyrir Viktor Júsjenko. Fjölmiðlar í Úkraínu hafa ýjað að því að um sjálfsvíg hafi verið að ræða, en það hefur ekki fengist staðfest hjá yfirvöldum. Stjórnarandstæðingar hafa haldið því fram að Kirpa hafi notað lestarkerfi landsins til að ferja stuðningsmenn Janúkovitsj á milli kjörstaða í kosningunum sem fram fóru í síðasta mánuði og hæstiréttur landsins ógilti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×