Erlent

Hundruðir á hamfarasvæðum

Fjöldi íslenskra ferðamanna á hamfarasvæðum lá ekki fyrir í gær að sögn Péturs en áætlað er að 150 til 250 Íslendingar séu á svæðunum. Ekki var vitað um afdrif fjörutíu Íslendinga í gær en þá voru um 65 manns á lista ráðuneytisins yfir Íslendinga á hamfarasvæðunum. Engar vísbendingar bentu þó til þess í gær að Íslendingur hefði farist eða slasast í hamförunum að sögn Péturs. Starfsmenn utanríkisráðuneytisins unnu í gær að því að afla upplýsinga um Íslendinga á hamfarasvæðunum. "Í framhaldi af því reynum við að hafa áhrif á viðkomandi svæðum til dæmis í gegnum ræðismenn okkar eða norrænu utanríkisþjónustuna sem við leitum oft til," segir Pétur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×