Erlent

Norðurlandabúar á meðal látinna

Í það minnsta 23 Norðurlandabúar eru á meðal þeirra sem týndu lífi í flóðunum miklu á öðrum degi jóla og enn þá fleiri er saknað. Staðfest hefur verið að níu Svíar létust en ekki er vitað um afdrif 600 þeirra til viðbótar. Þrír Danir eru taldir af eftir að hafa lent í flóðbylgjum á Phuket eyju, þar á meðal er tíu ára gamall drengur. Talið er að tíu Norðmenn hafi farist, átta í Taílandi og tveir á Sri Lanka. Þar fórst einnig finnskur maður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×