Erlent

Geimfarar með síðbúna jólamáltíð

Tveir geimfarar frá Rússlandi og Bandaríkjunum snæddu síðbúna jólamáltíð í alþjóðlegu geimstöðinni í gær eftir að ómannað geimskip lagði þar við bryggju. Mikil fagnaðarlæti brutust út í rússneskri stjórnstöð á jörðu niðri þegar ljóst var að för skipsins hafði heppnast. Alls flutti það með sér frá jörðu um 2,5 tonn af ýmsum varningi sem geimfararnir munu nota á næstunni. Auk kalkúnsins sem þeir snæddu var þar m.a. að finna jólagjafir til geimfaranna frá fjölskyldum þeirra og mikill matur til viðbótar, enda var hann nánast á þrotum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×