Fleiri fréttir

Óvíst um lyktir Evrópudraums Tyrkja

Leiðtogar ESB ákváðu í vikulokin að bjóða Tyrkjum að hefja formlegar viðræður á næsta ári um aðild að sambandinu. Þar með er hafið ferli sem gæti gerbreytt Evrópusambandinu. Hvernig því lyktar er þó opið, eins og Auðunn Arnórsson rekur hér. </font /></b />

Engin vettlingatök

Forsetaframbjóðendurnir tveir í Úkraínu, Viktor Júsjenkó og Viktor Janúkóvitsj tókust á í kappræðum í gærkvöldi. Júsjenkó sakaði þar keppinaut sinn um að hafa reynt að stela síðustu kosningum í nóvember, þegar kosningaeftirlitsmenn sögðu mikið hafa verið svindlað.

Meirihluti á móti stríðinu

Stríðið í Írak er ekki þess virði að standa í því. Þetta er skoðun meirihluta Bandaríkjamanna, samkvæmt könnun sem birt var í gærkvöldi. 56 prósent aðspurðra í könnun ABC og Washington Post telja kostnaðinn við stríðið vera meiri en það sem græðist á því, og að réttast væri að hætta því.

Morðingi óléttrar konu fyrir rétt

Meintur morðingi konu sem myrt var í Bandaríkjunum í síðustu viku kom í gær fyrir rétt, sakaður um að hafa rist kvið konunnar upp og stolið þaðan ófæddu barni hennar. Morðinginn, Lisa Montgomery, sýndi síðan fjölskyldunni sinni barnið og sagði það sitt. Það þykir ótrúlegt að barnið skuli hafa lifað harmleikinn af.

Víðtækari pyntingar en talið var

Komið hefur í ljós að pyndingar bandarískra hermanna á íröskum föngum hafa verið mun víðtækari og kerfisbundnari en áður var talið. Bandarísk mannréttindasamtök hafa undir höndum nýjar upplýsingar um hrottafengna meðferð fanga sem átti sér stað löngu eftir að upp komst um pyndingarnar í Abu Ghraib fangelsinu.

Blair í Írak

Tony Blair, forsætisráðherra Breta, er í óvæntri heimsókn í Bagdad í Írak og situr, í þessum töluðu orðum, á blaðamannafundi með Iyad Allawi sem gegnir stöðu forsætisráðherra Íraks til bráðabirgða. Blair hefur áður heimsótt Írak en þá aðeins Basra borg þar sem bresku hersveitirnar hafa bækistöðvar sínar.

Margir vissu af pyntingum

Nýjar upplýsingar frá leyniþjónustu Bandaríkjanna leiða í ljós að pyndingar bandarískra hermanna á írökskum föngum hafa verið mun víðtækari og kerfisbundnari en áður var talið. Jafnframt er nú ljóst að mun fleiri bandarískir embættis- og stjórnmálamenn vissu af þessu hátterni en hingað til hefur verið viðurkennt.

Bylgjur farsíma skemma erfðaefni

Útvarpsbylgjur frá farsímum skaða frumur líkamans og skemma erfðaefni hans. Þetta kemur fram í glænýrri rannsókn sem kostuð var af Evrópusambandinu. Það undarlega er að rannsóknin leiðir hins vegar ekki í ljós að heilsu fólks stafi hætta af þessum frumuskemmdum.

Hetjur sem hætta lífi sínu

Tony Blair, forsætisráðherra Breta, er í óvæntri heimsókn í Bagdad í Írak til að sýna þarlendum yfirvöldum stuðning nú í aðdraganda forsetakosninganna. Blair sat fyrir stundu blaðamannafund með Iyad Allawi sem gegnir stöðu forsætisráðherra Íraks til bráðabirgða.

Minnst 22 látnir í Mosul

Nú hefur verið staðfest að að minnsta kosti 22 eru látnir í Mósúlborg í norðurhluta Íraks eftir miklar sprengjuárásir þar eftir hádegið. Minnst fimmtíu eru særðir. Árásunum var beint að bandarískri herstöð í borginni. Ekki er vitað um þjóðerni þeirra sem létust, né hefur fengist staðfest hver ber ábyrgð á árásunum.

2,5 miljörðum rænt

Bankaræningjar rændu sem svarar 2,5 milljörðum íslenskra króna úr banka í miðborg Belfast í gærkvöldi, og er þetta er stærsta bankarán í sögu Norður Írlands. Upphaflega var talið að upphæðin væri vel á fjórða milljarð króna, en svo var ekki. 

Heitir að auka öryggi

Jaques Chirac Frakklandsforseti hefur heitið því að auka öryggi á sjúkrahúsum landsins eftir morð á tveimur hjúkrunarfræðingum um helgina. Annar hjúkrunarfræðinganna var afhöfðaður og hinn skorinn á háls og segir Chirac að nú verði allir að leggjast á eitt til þess að vinna betur að öryggismálum á sjúkrahúsum, ekki síst þar sem geðsjúkir dvelja.

Vilja 20 milljarða dollara í bætur

Forsvarsmenn olíurisans Yukos ætla að fara fram á 20 milljarða dollara í skaðabætur fyrir að hafa neyðst til að selja sína stærstu framleiðslueiningu á sunnudaginn. Forsvarsmenn Yukos viðurkenna að salan verði ekki tekin til baka, en segjast ekki munu láta eignina af hendi fyrr en upplýst verður hver stendur að baki hinu óþekkta fjárfestingarfyrirtæki Baikal, sem stóð að kaupunum.

Tveir handteknir vegna morða

Franska lögreglan handtók í gær tvo fyrrverandi vistmenn á geðsjúkrahúsinu í Pau í Suður-Frakklandi. Þeir eru grunaðir um að hafa myrt tvo hjúkrunafræðinga á hrottalegan hátt á laugardag. Önnur konan var afhöfðuð og höfuð hennar stillt upp á sjónvarpstæki.

Fleiri ásakanir um pyntingar

Bandaríska varnarmálaráðuneytið rannsakar um þessar mundir nýjar ásakanir um að fangar í Guantánamo-flóa séu pyntaðir og að hermenn villi á sér heimildir við yfirheyrslur. Bandarísku frelsissamtökin hafa sýnt tölvupóst frá Alríkislögreglunni þar sem fram kemur að FBI misbjóði að hermenn í Guantánamo villi á sér heimildir við yfirheyrslur.

Blair óvænt til Bagdad

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fór í óvænta heimsókn til Bagdad í gær og fundaði með Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar landsins. Þetta var þriðja heimsókn Blairs til Íraks og sú fyrsta síðan Saddam Hussein var handtekinn fyrir ári síðan.

Yfir 20 létust í sprengjuárás

22 létust og rúmlega 50 særðust í sprengjuárás á bandaríska herstöð í borginni Mosul í norðurhluta Íraks í gær.Samtökin Ansar al-Sunnah hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, en þau eru sögð vilja koma álíka stjórnarfari á í Írak og talibanar höfðu í Afganistan.

Blaðamönnum sleppt úr haldi

Tveimur frönskum blaðamönnum sem andspyrnumenn í Írak hafa haldið sem gíslum hefur verið sleppt. Þeim hefur verið haldið síðan 20. ágúst, þegar þeim var rænt á leið sinni til Najaf.

Pyndingar héldu áfram lengi

Komið hefur í ljós að pyndingar bandarískra hermanna á írökskum föngum héldu áfram löngu eftir að Abu Ghraib hneykslið varð opinbert. Svo virðist sem þessar pyndingar hafi bæði verið víðtækari og að fleiri háttsettir embættismenn í Washington hafi vitað um málið, en áður var talið.

22 létust í Mosul

Að minnsta kosti 22 liggja í valnum eftir sprengjuárás á bandaríska herstöð í nágrenni Mosul í Írak í dag. Mannskæðar sprengjuárásir af þessu tagi eru að verða daglegt brauð nú í aðdraganda þingkosninganna og Tony Blair, forsætisráðherra Breta, þótti því sýna nokkra fífldirfsku með því að dúkka óvænt upp í heimsókn í Bagdad í morgun.

Gíslataka og bankarán

Bankaræningjum í Norður-Írlandi tókst að flýja með með allt að 20 milljónir punda, eða tæpum 2,5 milljörðum króna, eftir eitt stærsta bankarán sögunnar, þegar Northern Bank var rændur.

Lögregla sökuð um pyntingar

Grísk mannréttindasamtök hafa sakað þarlenda lögreglumenn um að pynta afganska hælisleitendur. Gríska lögreglan er sökuð um að misþyrma innflytjendum, þykjast ætla að taka þá af lífi og taka myndir af þeim nöktum við yfirheyrslur. Ríkisstjórnin hefur lofað að rannsókn á málinu fari fram.

Tveimur Frökkum sleppt

Tveimur frönskum blaðamönnum var sleppt úr haldi mannræningja á þriðjudag. Mennirnir tveir hurfu seint í ágúst, ásamt sýrlenskum ökumanni þeirra í Najaf.

Óþekkt fyrirtæki keypti Yukos

Baikal Finance Group keypti eignir rússneska olíufyrirtækisins Yukos á uppboði í gær, ekki ríkisfyrirtækið Gazprom eins og búist var við. Gazprom gerði ekki einu sinni tilboð. Baikal Finance Group er óþekkt fyrirtæki með höfuðstöðvar sínar í farsímaverslun í borginni Tver sem er um hundrað og sjötíu kílómetra frá Moskvu.

Repúblíkanar stígi til vinstri

Eitt vakurt vinstra hopp er það sem Repúblíkanaflokkurinn þarf á að halda, að mati Arnolds Schwarzeneggers, ríkisstjóra Kaliforníu. Þannig gæti flokkurinn aukið fylgi sitt. Þetta sagði hann í viðtali við þýska dagblaðið <em>Süddeutsche Zeitung</em> um helgina.

Sprengjutilræði á Hilton-hóteli

Handsprengja fannst falin á Hilton-hótelinu í Jakarta í Indónesíu í morgun en sprengjusérfræðingar fjarlægðu hana áður en hún sprakk. Um helgina vöruðu talsmenn vestrænna ríkisstjórna einmitt við því að hætta væri á hryðjuverkaárásum á eitthvert Hilton-hótelana í Indónesíu um jóla og áramót.

Júsjenko og Janúkovítsj mætast

Úkraínsku forsetaframbjóðendurnir, Júsjenko og Janúkovítsj, munu mætast í kappræðum í sjónvarpssal í kvöld og það verður í fyrsta sinn sem andstæðingarnir hittast auglitis til auglitis frá því að læknar staðfestu að eitrað hefði verið Júsjenko.

Tómatur eða séra tómatur

Tómatur er ekki bara tómatur að því er virðist. Samkvæmt yfirtómatanefnd Flórída - já, hún er til - er tómatur ekki tómatur nema hann sé fallega rauður, kringlóttur og sléttur. Tómatabændur eru því ekki sammála og segja að ófríðir eða beinlínis ljótir tómatar séu líka tómatar, og séu jafnvel betri á bragðið sem hljóti að vera það sem skiptir máli.

Banna ofbeldisefni yfir jólin

Mikill meirihluti Evrópubúa vill láta banna allt ofbeldisefni í sjónvarpi yfir jólin og kýs fremur að horfa á fjölskyldumyndir en íþróttaefni á þessum árstíma. Þetta kom í ljós í nýrri viðhorfskönnun sem gerð var í ellefu Evrópulöndum.

Sjítar vilja ekki hefnd

Leiðtogar sjíta í Írak biðja fylgismenn sína um að sýna stillingu og hefna ekki sjálfsmorðsárásanna sem urðu 60 manns að bana í gær. Talið er víst að sprengjunum tveimur, sem sprungu annars vegar í Najaf og hins vegar Karbala í gær, hafi verið komið fyrir af öfgasinnuðum súnní-múslimum.

Óþekktir aðilar kaupa Yukos

Áður óþekkt leppfyrirtæki keypti í gær meirihlutann í einu stærsta olíufyrirtæki heims, rússneska olíurisanum Yukos. Flest þykir benda til þess að rússnesk stjórnvöld séu með puttana í málinu.

Tugir manna handteknir

Yfirvöld í Írak hafa brugðist hart við sjálfsmorðsárásunum tveimur sem urðu sextíu manns að bana í gær. Tugir manna hafa verið handteknir og allt er gert til að reyna að koma í veg fyrir hefndarárásir.

Saksóknari stal korti kollega

Frönsk yfirvöld rannsaka mál saksóknara þar í landi sem er grunaður um að hafa stolið greiðslukorti þýsks starfsbróður síns og notað það til að greiða fund með vændiskonu.

28 létust í umferðinni

Tuttugu og átta létust í umferðarslysum á Spáni um helgina eftir því sem spænska samgönguráðuneytið skýrði frá í gær.

Bush ver Rumsfeld

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, kom varnarmálaráðherra sínum Donald H. Rumsfeld til varnar í gær og sagði að hann ynni mjög gott starf. "Ég þekki hjartalag Rumsfelds.

Íraskir hermenn ekki tilbúnir

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna viðurkenndi í gær að íraskir hermenn væru ekki tilbúnir til þess að leysa bandarískar hersveitir í Írak af hólmi.

Serbar sniðganga ráðherra

Sameinuðu Þjóðirnar gagnrýndu í dag stjórn Serbíu fyrir að hvetja minnihluta Serba í Kosovo til að sniðganga stjórnkerfið í héraðinu.

Sjómaður sóttur í suðurhöf

Lífshættulega veikum, portúgölskum sjómanni var bjargað úr spænskum togara og fluttur í ástralskt varðskip á föstudag. Sjómaðurinn var sóttur í skipið skammt undan Suðurskautslandinu og var þegar haldið með hann áleiðis til Fremantle í Ástralíu.

Rússland ekki lengur frjálst

Freedom House, virt bandarísk stofnun sem fylgist með þróun pólitískra réttinda og almenningsfrelsis, tilkynnti í gær að Rússland hefði verið fellt úr flokki "frjálsra" ríkja í heiminum í ársskýrslu stofnunarinnar.

Njósnað um forseta Króatíu

Forsetakosningar fara fram í Króatíu í byrjun næsta árs og hljóp spenna í kosningabaráttunni áður en hún hófst þegar upp komst um að leyniþjónusta landsins hefði njósnað um Stipe Mesic, núverandi forseta.

Bush mun koma á friði

George Bush segist sannfærður um að sér takist að koma á friði á milli Ísraelsmanna og Palestínumanna á seinna kjörtímabili sínu sem forseti. Þetta sagði hann í viðtali við ísraelskt dagblað í gær þar sem hann lýsti því yfir að ráðamenn í Washington myndu eyða miklu púðri í að koma á friði í Mið-Austurlöndum á næstunni.

170 Palestínumenn fá frelsi

Ísraelsmenn samþykktu í morgun að láta 170 Palestínumenn lausa úr fangelsi eftir að Egyptar gáfu ísraelskum njósnara frelsi á dögunum, að því er ísraelsk útvarpsstöð hefur eftir ráðamönnum þar í landi. Fangarnir verða látnir lausir á næstu dögum.

Stjórnarmyndun enn í gangi

Hörðum höndum var unnið að því í alla nótt að ná samkomulagi um myndun þjóðstjórnar í Ísrael. Enn munu samningamenn sitja við samningaborðið til að reyna að finna lausn á því hvernig breyta má lögum á þann veg að Simon Peres geti orðið aðstoðarforsætisráðherra. Takist það er búist við því að formlega verði greint frá myndun nýrrar stjórnar í dag.

Kosningastarfsmenn drepnir í Írak

Öflug bílsprenging sprakk fyrir stundu í borginni Kerbala í Írak. Í það minnsta tíu fórust. Þrír starfsmenn kjörstjórnar fyrir kosningarnar í næsta mánuði voru drepnir í Bagdad fyrr í morgun.

Sjá næstu 50 fréttir