Erlent

Tómatur eða séra tómatur

Tómatur er ekki bara tómatur að því er virðist. Samkvæmt yfirtómatanefnd Flórída - já, hún er til - er tómatur ekki tómatur nema hann sé fallega rauður, kringlóttur og sléttur. Tómatabændur eru því ekki sammála og segja að ófríðir eða beinlínis ljótir tómatar séu líka tómatar, og séu jafnvel betri á bragðið sem hljóti að vera það sem skiptir máli. Yfir veturinn er stór hluti tómatanna á Flórída frekar krumpaður en yfirtómatanefndin vill ekki að þeir tómatar séu seldir utan heimasveitarinnar þar sem það gæti skemmt ímyndina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×