Erlent

Fleiri viðriðnir morðið á Palme

Christer Petterson myrti Olof Palme en var ekki einn að verki. Þessu heldur sjónarvottur að morðinu fram. Roger Östlund þekkti Petterson og rakst á hann skammt frá vettvangi morðsins tæpri mínútu eftir að Palme var skotinn til bana í miðborg Stokkhólms. Östlund segir að ekki hafi staðið til að drepa Palme heldur hafi átt að skjóta annan mann í hefndaraðgerð. Petterson hafi verið einn þeirra sem átti að sjá um það morð. Hann segir annan mann til viðriðinn morðið og í nýrri heimildarmynd, sem sýnd verður von bráðar í sænska sjónvarpinu, greinir hann frá því hver það er. Östlund segir að sér hafi verið hótað dagana eftir morðið á Palme og því hafi hann þagað þar til nú, en hann liggur nú fyrir dauðanum á sjúkrahúsi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×