Erlent

Njósnað um forseta Króatíu

Forsetakosningar fara fram í Króatíu í byrjun næsta árs og hljóp spenna í kosningabaráttunni áður en hún hófst þegar upp komst um að leyniþjónusta landsins hefði njósnað um Stipe Mesic, núverandi forseta. Helena Pulijiz, blaðakona sem fjallaði um málefni forsetaembættisins var yfirheyrð af leyniþjónustunni og reynt að þvinga hana til að gefa upplýsingar sem kæmu Mesic sér illa. Hún ljóstraði hins vegar upp um málið og í kjölfarið hafa komið fram upplýsingar um víðtækari njósnir. Mesic forseti krafðist þess í kjölfarið að yfirmaður leyniþjónustunnar yrði rekinn en bæði hann og Ivo Sanader urðu að skrifa undir brottreksturinn. Við stjórnarkreppu lá þar til Sanader gaf eftir. Hneykslismálið kemur á óheppilegum tíma fyrir Króatíu sem býr sig undir aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Á Króatía undir högg að sækja vegna ásakana um að samstarf við stríðsglæpadómstólinn í Haag sé ekki sem skyldi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×