Erlent

Bush ver Rumsfeld

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, kom varnarmálaráðherra sínum Donald H. Rumsfeld til varnar í gær og sagði að hann ynni mjög gott starf. "Ég þekki hjartalag Rumsfelds. Hann er góður og tillitssamur maður," sagði Bush. Rumsfeld liggur undir miklu ámæli í Bandaríkjunum eftir að upp komst að hann hirti ekki um að undirrita með eigin hendi bréf þar sem fjölskyldum látinna bandarískra hermanna í Írak er vottuð samúð. Stuðningur við Rumsfeld virðist fara dvínandi jafnvel innan Repúblikanaflokksins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×