Erlent

170 Palestínumenn fá frelsi

Ísraelsmenn samþykktu í morgun að láta 170 Palestínumenn lausa úr fangelsi eftir að Egyptar gáfu ísraelskum njósnara frelsi á dögunum, að því er ísraelsk útvarpsstöð hefur eftir ráðamönnum þar í landi. Fangarnir verða látnir lausir á næstu dögum en Ísraelsmenn segja engan verða látinn laus sem tekið hefur þátt í árásum, eða undirbúning árása, á ísraelska ríkisborgara. 120 af mönnunum sem fá frelsi eru meðlimir Fatah-hreyfingarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×