Erlent

Óþekkt fyrirtæki keypti Yukos

Baikal Finance Group keypti eignir rússneska olíufyrirtækisins Yukos á uppboði í gær, ekki ríkisfyrirtækið Gazprom eins og búist var við. Gazprom gerði ekki einu sinni tilboð. Baikal Finance Group er óþekkt fyrirtæki með höfuðstöðvar sínar í farsímaverslun í borginni Tver sem er um hundrað og sjötíu kílómetra frá Moskvu. Talið er fullvíst að fyrirtækið sé í raun ekkert annað en leikmunur í feluleik. Sérfræðingar á markaði segja tvo möguleika í stöðunni: að Baikal tengist með einhverju hætti stjórnvöldum í Kreml og eigi til að mynda að gefa Gazprom tækifæri á að safna fé til kaupanna, eða að fyrirtækið sé í raun í eigu annars olíufyrirtækis, til að mynda Surgutneftegas, sem er í eigu Romans Abramovich, eiganda Chelsea.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×