Erlent

Vilja 20 milljarða dollara í bætur

Forsvarsmenn olíurisans Yukos ætla að fara fram á 20 milljarða dollara í skaðabætur fyrir að hafa neyðst til að selja sína stærstu framleiðslueiningu á sunnudaginn. Forsvarsmenn Yukos viðurkenna að salan verði ekki tekin til baka, en segjast ekki munu láta eignina af hendi fyrr en upplýst verður hver stendur að baki hinu óþekkta fjárfestingarfyrirtæki Baikal, sem stóð að kaupunum. Þegar það liggi fyrir, verði farið í skaðabótamál við alla þá aðila sem að kaupunum komu. Ljóst er að róðurinn verður þungur fyrir Yukos, enda voru það stjórnvöld í Rússlandi sem þvinguðu fyrirtækið til gjaldþrots, auk þess sem aðaleigandi þess, Mikhail Khodorkovski, situr enn í fangelsi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×