Fleiri fréttir

Þekktasta fórnarlambið á batavegi

Þekktasta fórnarlamb stríðsins í Írak er á batavegi. Ali Abbas, drengurinn sem missti hendurnar þegar sprengja lenti á heimili hans í Bagdad, vill snúa aftur heim til að starfa með öðrum sem misst hafa útlimi.

Hættulegt liðagigtarlyf

Varað er við lyfinu Celebra, sem notað er við liðagigt, þar sem það eykur líkurnar á kransæðastílfu og heilablóðfalli. Landlæknir ráðleggur fólki sem notar lyfið að ræða við lækninn sinn.

62 liggja í valnum eftir daginn

Sextíu og tveir liggja í valnum eftir hrinu grimmdarlegra árása í Írak í dag. Skotmörk hryðjuverkamannanna í dag voru helgistaðir sjíta í borgunum Najaf og Kerbala. Tilgangurinn er að sögn stjórnmálaskýrenda að reka fleyg á milli sjíta og súnníta í von um trúarbragðastríð.

Bush maður ársins í annað sinn

Bandaríska tímaritið Time hefur útnefnt George W. Bush Bandaríkjaforseta mann ársins og segir hann hafa mótað stjórnmálin upp á nýtt með endurkjöri sínu fyrr á árinu.

Tugþúsundir mörgæsa í lífshættu

Tugþúsundir mörgæsaunga á Suðurskautslandinu gætu orðið hungurmorða á næstu vikum vegna risaísjaka sem lokar af veiðisvæði foreldra þeirra. Ísjakinn er þrjú þúsund ferkílómetrar, sá stærsti sem menn hafa séð. Vísindamenn telja að unganna bíði aðeins dauði. Í ísjakanum er jafnmikið vatn og rennur um ána Níl á áttatíu árum.

Segja Musharraf svíkja loforð

Um það bil fjögur þúsund manns mótmæltu á götum Rawalpindi í Pakistan fyrirætlunum Pervez Musharraf forseta um að sitja áfram sem yfirmaður heraflans, en hann hafði áður lofað að láta af stjórn hans nú í árslok.

Hrottaleg morð í Frakklandi

Tvær hjúkrunarkonur voru myrtar á hrottafenginn hátt á geðsjúkrahúsi í borginni Pau í Suður-Frakklandi á laugardag. Önnur konan var skorin á háls en hin var hálshöggvin og höfuð hennar sett upp á sjónvarpstæki, samkvæmt því sem kemur fram á vef BBC. Málið hefur vakið mikinn óhug um allt Frakkland.

Yukos selt á 600 miljarða

Óþekkt fyrirtæki sem nefnist Baikalfinansgroup keypti Yuganskeneftegaz, dótturfyrirtæki rússneska olíufyrirtækisins Yukos, á uppboði í gær. Kaupverðið var tæplega 600 milljarðar króna og fara peningarnir upp í skattskuldir Yukos sem sagðar eru nema 1.800 milljörðum króna.

Tugir létust í Najaf og Karbala

Mesta mannfall á einum degi í Írak í nokkra mánuði varð í gær þegar tvær sprengjur sprungu í helgustu borgum sjíamúslima. Þrír starfsmenn kosninganefndar voru skotnir til bana. Myndband með tíu íröskum gíslum sýnt.

Rumsfeld skrifaði ekki ættingjum

Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir að skrifa ekki persónulega undir bréf sem send eru fjölskyldum fallinna hermanna. Rumsfeld lét sérstaka vél skrifa undir bréfin.

Montaði sig af barninu

Lisa Montgomery var á föstudag kærð fyrir að hafa kyrkt konu til bana og rænt barni hennar úr móðurkviði. Barnið er við góða heilsu. Montgomery og maður hennar gengu um með barnið á veitingastað og montuðu sig af því nokkrum tímum áður en þau voru handtekin.

Milljarða bætur fyrir ruslpósts

Dómstóll í Iowa hefur dæmt þrjú fyrirtæki til þess að greiða netþjónustufyrirtæki 63 milljarða króna í skaðabætur fyrir ruslpóst sem þau sendu.

Eldsvoði í ferju

Eldur braust út í ferju sem flutti nokkur hundruð manns frá Sikiley til meginlands Ítalíu. Ferjan var dregin til baka til hafnar.

170 fangar látnir lausir

Ísraelsk stjórnvöld munu láta 170 palestínska fanga lausa úr fangelsi á næstu dögum. Ástæðan er samkomulag stjórnarinnar og egypska forsetans Hosni Mubarak. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði ákvörðunina vera "góðverk" og sýna "mikla vináttu" í garð egypska forsetans.

Tómir kjörstaðir í Turkmenistan

Kjörstaðir í Turkmenistan voru nánast tómir þegar kosið var á þing í landinu. Yfirvöld brugðu á það ráð að ganga í hús til þess að fá fólk til að kjósa.

Bin Laden hvetur til árása í Írak

Osama bin Laden hvetur fylgismenn sína og skæruliða til að beina athygli sinni að Írak og árásum á olíuleiðslur og -vinnslustöðvar við Persaflóa, samkvæmt afriti af ávarpi hans sem birtist á vefsíðu á Netinu. Bin Laden segir árásir af því tagi vera öflugasta vopnið gegn Bandaríkjunum því þannig megi veikja þau efnahagslega.

Umdeild hryðjuverkalög í Rússlandi

Ný hryðjuverkalög voru í gærkvöldi samþykkt í rússneska þinginu. Margir þingmenn og mannréttindafrömuðir líta svo á að lögin grafi undan grundvallarréttindum almennings. Lögin heimila meðal annars einskonar neyðarástand vegna hryðjuverkaógnar og gefa stjórnvöldum heimild til að hlera síma, stöðva fólk á götu og leita á því, banna mótmæli og fleira í þeim dúr.

Jafngildir innrás á eyna

Stjórnvöld á Taívan hafa töluverðar áhyggjur af svokölluðum aðskilnaðarlögum sem kínversk stjórnvöld hafa samþykkt. Lögin fjalla um að aðskilnaður á milli Kína og Taívan, sem Kínverjar telja hluta Kína, komi ekki til greina. Taívanar segja þetta jafngilda heimild til innrásar á eyna.

Leynifangelsi á Guantanamo

Bandaríska leyniþjónustan CIA heldur föngum í leynifangelsi í Guantanamo-herstöðinni á Kúbu. Þeir fangar njóta enn minni réttinda en aðrir fangar þar og óljóst er hvað fer fram í fangelsinu.

Annað ávarp bin Ladens í vikunni

Osama bin Laden hvetur fylgismenn sína og skæruliða til að beina athygli sinni að Írak og árásum á olíuleiðslur og -vinnslustöðvar við Persaflóa, því það valdi Bandaríkjunum mestum skaða. Bin Laden hefur nú sent frá sér tvö ávörp í vikunni til að hvetja skæruliða og hryðjuverkamenn til dáða.

Tyrkir trójuhestur öfgamanna

Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbíu, segir að hugsanleg innganga Tyrkja í Evrópusambandið sé trójuhestur íslamskra öfgamanna. Með aðild þeirra opnist fjölmargar leiðir fyrir hryðjuverkamenn að fremja hryðjuverk í Evrópu og segir Gaddafi að nú hlakki í Osama bin Laden. Þetta kom fram í viðtali við leiðtogann á ítölsku sjónvarpsstöðinni RAI í morgun.

100 þúsund hafa látist í Súdan

Hátt í tvær milljónir Súdana eru í flóttamannabúðum í Darfurhéraði í vestur Súdan. Um eitthundrað þúsund manns hafa látið lífið í átökum uppreisnarmanna og stjórnarliða. Hjálpar- og mannúðarstofnanir óttast að sú tala kunni að margfaldast á næstu mánuðum. Jóhann Hlíðar Harðarson, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Darfurhéraði.

Unglingsstúlka lést í sprengjuárás

Unglingsstúlka lést þegar sprengja sprakk í vegkanti í þann mund sem skólarúta átti leið hjá í Mósúl í Írak í dag. Sex særðust í árásinni, sumir mjög alvarlega. Sprengjutilræðinu virðist hafa verið beint gegn bandarískum hermönnum sem óku rétt á undan skólabílnum.

Þrjár árásir á kosningaskrifstofur

Tveir hafa látist og níu særst í þremur árásum sem gerðar hafa verið á kosningaskrifstofur í Írak í dag. Sú mannskæðasta varð í borginni Dudsjæl í norðurhluta landsins þar sem tveir féllu.

Stjórnarherinn kallaður frá Darfur

Stjórnvöld í Súdan hafa byrjað að kalla herlið sitt frá Darfur-héraði. Deilendur fengu í gær sólarhringsfrest til að leggja niður vopn en friðarviðræður fara fram í Nígeríu. Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið deilendum frest til áramóta til að ná friðarsamkomulagi.

2300 ára gömul múmía finnst

Tuttugu og þriggja alda múmía fannst nýverið í Mexíkó. Múmínan er af ungri stúlku og er hluti klæða hennar, hárs og fleira enn að finna í þurrum og köldum helli hátt uppi í fjöllum þar sem múmían fannst. Ólíkt því sem gert var í Egyptalandi þornaði og skorpnaði lík stúlkunnar vegna umhverfisaðstæðna en var ekki meðhöndlað sérstaklega.

Barni rænt úr móðurkviði

Ung kona í Bandaríkjunum var myrt á fimmtudaginn og ófæddu barni hennar rænt úr móðurkviði. Málið hefur vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum, enda grimmdin nánast ólýsanleg.

Styttri afgreiðslutími í Danmörku

Algengt er að verslanir í Árósum í Danmörku séu opnar til klukkan sjö eða átta síðustu kvöldin fyrir jól. Allt er lokað á aðfangadag og eitt kvöld í nóvember er opið til miðnættis vegna jólainnkaupa.

Dansverk um sjálfsmorð frú Kohls

Þjóðverjar hafa óneitanlega sérstakar aðferðir til að takast á við söguna og nýjasta dæmið um það má berja augum í leikhúsi í Bonn. Þar er nú sýnt verk um sjálfsmorð eiginkonu Helmuts Kohls, fyrrverandi kanslara Þýskalands.

Efnavopna Ali yfirheyrður

Ali Hassan al-Majid, fyrrverandi hershöfðingi og náfrændi Saddams Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, var leiddur fyrir dómara í gær og spurður spjörunum úr. Yfirheyrslan var hluti af rannsókn á stríðsglæpum al-Majids, sem er betur þekktur sem efnavopna-Ali.

Mannfall í áhlaupi Ísraelshers

Tveir Palestínumenn féllu í morgun í áhlaupi Ísraelshers á Gasa-ströndina. Sjö særðust en fjöldi heimila var jafnaður við jörðu. Áhlaupið stendur enn yfir að sögn talsmanna Ísraelshers en tilgangurinn er að finna þá staði sem notaðir hafa verið sem felustaður árásarmanna sem skjóta flugskeytum og sprengjum á landnemabyggðir á Gasa-ströndinni.

Tyrkir láta ESB bíða

Tyrkir ætla að láta ráðamenn innan Evrópusambandsins bíða eftir svari við því hvort að Tyrkir gangist inn á þá skilmála sem settir voru fyrir aðildarviðræðum sem til stendur að hefjist í október á næsta ári. Króötum var í morgun einnig boðið að ganga til viðræðna við Evrópusambandið um aðild.

Rumsfeld rekinn?

Donald Rumsfeld verður ekki langlífur í embætti, fái félagar hans í Repúblíkanaflokknum einhverju ráðið. Bæði þingmenn og þungavigtarmenn í flokknum gagnrýna Rumsfeld og segja hann ótrúverðugan. Í þessu felst óbein gagnrýni á stefnu og störf Bush forseta.

Leynifangelsi á Guantanamo

Bandaríska leyniþjónustan CIA hefur haldið föngum, sem taldir eru sérstaklega mikilvægir, í leynifangelsi í Guantanamo-herstöðinni á Kúbu samkvæmt fréttum <em>Washington Post</em> í morgun. Leyniþjónustan lét byggja sérstaka leynideild innan fangelsisins á Kúbu á þessu ári. Er það sérstaklega girt af með gaddavír og flóðlýst.

Eignir Júkos verða seldar

Helstu eignir rússneska olíufyrirtækisins Júkos verða seldar á næstunni, samkvæmt því sem rússnesk yfirvöld greindu frá í morgun, þrátt fyrir að bandarískur dómstóll hafi í gær sett lögbann á sölu eigna félagsins í nokkra daga.

Samkomulag í höfn

Stjórnvöld í Tyrklandi náðu fyrir stundu samkomulagi við Evrópusambandið um kröfu sambandsins um að Tyrkir viðurkenni stjórn Kýpur-Grikkja á Kýpur, áður en þeir hefji aðildarviðræður við ESB. Tyrkir vilja ganga í sambandið en höfðu fyrirfram lýst því yfir að þeir gætu ekki sætt sig við ýmis skilyrði sem rædd voru þar sem þau væru ósanngjörn og niðurlægjandi.

Hörð skilyrði fyrir viðræðum

Hörð skilyrði eru fyrir viðræðum Evrópusambandsins við Tyrki um aðild. Tyrkir eru fúlir og enn er þjarkað um skilyrðin. Innan sambandsins er heldur ekki eining um hugsanlega aðild Tyrklands.

Níu létust í fangauppreisn

Að minnsta kosti níu létust þegar nokkrir fangar reyndu að sleppa úr fangelsi í Kabúl, höfuðbog Afganistans, í dag. Fimm hinna látnu voru lögreglumenn og fangaverðir. Þetta er haft eftir yfirmanni lögreglunnar í Kabúl.

Forsætisráðherrann sagði af sér

Forsætisráðherra Bosníu og Serbíu, Dragan Mikerevic, sagði af sér í dag í kjölfar þess að níu ráðamenn voru reknir fyrir að mistakast að hafa uppi á grunuðum stríðsglæpamönnum. Ráðherrann tilkynnti þetta á blaðamannafundi fyrir stundu.

Síðustu dagar Arafats

Sóttarsaga og andlát Jassers Arafat eru sveipuð talsverðri dulúð. Eitt og annað um þau efni er þó að skýrast og er ekki allt fallegt sem komið hefur fram.

Landamæri ESB að Írak og Íran?

Landamæri Evrópusambandsins munu liggja að Írak, Íran og Sýrlandi ljúki aðildarviðræðum við Tyrki með því að þeir gangi inn í sambandið. Ýmis ljón eru þó í veginum og efasemdir báðum megin borðsins.

Ekki skipta ykkur af segir Bush

George Bush, Bandaríkjaforseti, hefur varað Írana og Sýrlendinga við því að skipta sér af framgangi mála í Írak. Bush tiltók ekki hvað hann átti við þegar hann sagði það ekki Sýrlendingum og Írönum í hag að skipta sér af.

Gáfust upp

Mannræningjarnir í Grikklandi, sem héldu á tímabili hart nær þrjátíu manns í gíslíngu í rútu í Aþenu í gær gáfust í nótt upp eftir 18 klukkustunda þolraun. Mennirnir, sem eru frá Albaníu, gerðu upphaflega kröfu um að vera ekið út á flugvöll og vildu fljúga þaðan til Rússlands. Að auki vildu þeir milljón evrur í lausnargjald.

Hneykslismál í bresku stjórninni

Hneykslismál skók breskan stjórnmálaheim í gærkvöldi þegar innanríkisráðherra Bretlands, David Blunket, sagði af sér. Afsögnin kom í kjölfar uppljóstrana um að hann hefði meðal annars beitt sér fyrir því að erlend kona fékk landvistarleyfi með hraði.

Sjá næstu 50 fréttir