Erlent

Fleiri ásakanir um pyntingar

Bandaríska varnarmálaráðuneytið rannsakar um þessar mundir nýjar ásakanir um að fangar í Guantánamo-flóa séu pyntaðir og að hermenn villi á sér heimildir við yfirheyrslur. Bandarísku frelsissamtökin hafa sýnt tölvupóst frá Alríkislögreglunni þar sem fram kemur að FBI misbjóði að hermenn í Guantánamo villi á sér heimildir við yfirheyrsur og þykist vera alríkislögreglumenn til að nýta sér tengsl sem FBI hefur myndað við suma fangana. Tölvupósturinn gefur líka í skyn að fangar séu beittir harðræði í yfirheyrslum og að það sé gert með samþykki Bandaríkjaforseta, en bandarísk stjórnvöl hafa ávallt neitað því. Frelsissamtökin komust yfir tölvupóstinn í krafti upplýsingalaga. Fangabúðirnar í Guantánamo hafa verið í kastljósinu um skeið en fyrrverandi fangar þar fullyrða að þeir hafi verið pyntaðir. Varnarmálaráðuneytið fullyrðir að varðhaldið í Guantánamo sé mannúðlegt og segist munu komast til botns í málinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×