Erlent

Saksóknari stal korti kollega

Frönsk yfirvöld rannsaka mál saksóknara þar í landi sem er grunaður um að hafa stolið greiðslukorti þýsks starfsbróður síns og notað það til að greiða fund með vændiskonu. Saksóknarinn er grunaður um að hafa stolið kortinu á ráðstefnu evrópskra saksóknara í Þýskalandi í maí síðastliðnum greitt vændiskonu með því níu til 27 þúsund krónur. Frönsk yfirvöld hafa ekki ákveðið hvort saksóknaranum verði vikið úr starfi en málið þykir hið vandræðalegasta, ekki síst í ljósi þess að á ráðstefnunni hafði saksóknarinn flutt fyrirlestur sem bar heitið Nokkur grundvallaratriði í siðfræði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×