Erlent

Júsjenko og Janúkovítsj mætast

Úkraínsku forsetaframbjóðendurnir, Júsjenko og Janúkovítsj, munu mætast í kappræðum í sjónvarpssal í kvöld og það verður í fyrsta sinn sem andstæðingarnir hittast auglitis til auglitis frá því að læknar staðfestu að eitrað hefði verið Júsjenko. Kosningabaráttan í Úkraínu stendur sem hæst en sökum víðtæks kosningasvindls í síðasta mánuði verða forsetakosningarnar endurteknar á sunnudaginn kemur, annan í jólum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×