Erlent

Víðtækari pyntingar en talið var

Komið hefur í ljós að pyndingar bandarískra hermanna á íröskum föngum hafa verið mun víðtækari og kerfisbundnari en áður var talið. Bandarísk mannréttindasamtök hafa undir höndum nýjar upplýsingar um hrottafengna meðferð fanga sem átti sér stað löngu eftir að upp komst um pyndingarnar í Abu Ghraib fangelsinu. Í skjölum frá leyniþjónustunni FBI, sem samtökin American Civil Liberties hafa komist yfir, er því lýst hvernig fangar í Írak eru teknir kyrkingataki, barðir og brenndir með sígarettum. Samtökin hafa stefnt Bandaríkjastjórn fyrir mannréttindabrot á grundvelli þessara skjala.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×