Erlent

Hetjur sem hætta lífi sínu

Tony Blair, forsætisráðherra Breta, er í óvæntri heimsókn í Bagdad í Írak til að sýna þarlendum yfirvöldum stuðning nú í aðdraganda forsetakosninganna. Blair sat fyrir stundu blaðamannafund með Iyad Allawi sem gegnir stöðu forsætisráðherra Íraks til bráðabirgða. Þar lýsti Blair því yfir að þeir íröksku embættismenn sem ynnu að undirbúningi kosninganna þann 30. janúar væru hetjur sem stofnuðu lífi sínu í hættu á hverjum degi í þágu lýðræðis. Blair hefur áður heimsótt Írak en þá aðeins Basra-borg þar sem bresku hersveitirnar hafa bækistöðvar sínar. Hann þykir sýna nokkra fífldirfsku með því að ferðast til Bagdad en virtist hvergi banginn þó aðstoðarmenn hans og lífverðir hafi þótt nokkuð taugastrekktir í skotheldu vestunum sínum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×