Erlent

Bush mun koma á friði

George Bush segist sannfærður um að sér takist að koma á friði á milli Ísraelsmanna og Palestínumanna á seinna kjörtímabili sínu sem forseti. Þetta sagði hann í viðtali við ísraelskt dagblað í gær þar sem hann lýsti því yfir að ráðamenn í Washington myndu eyða miklu púðri í að koma á friði í Mið-Austurlöndum á næstunni. Næsta ár væri mjög mikilvægt því þá ætti friður að komast á og Sharon, forsætisráðherra Ísraels, áttaði sig á því og mikilvægt væri að Palestínumenn gerðu það einnig. Bush sagðist hafa fulla trú á því að ný stjórn í Palestínu myndi skilja það að friður kæmist á við samningaborðið en ekki með sjálfsmorðsárásum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×