Erlent

Tveir handteknir vegna morða

Franska lögreglan handtók í gær tvo fyrrverandi vistmenn á geðsjúkrahúsinu í Pau í Suður-Frakklandi. Þeir eru grunaðir um að hafa myrt tvo hjúkrunarfræðinga á hrottalegan hátt á laugardag. Önnur konan var afhöfðuð og höfuð hennar stillt upp á sjónvarpstæki. Alls hafa átta menn verið handteknir vegna málsins, þar af nokkrir fyrrverandi vistmenn á sjúkrahúsinu en sex hefur verið sleppt. Jacques Chirac, forseti Frakklands, hefur fordæmt glæpinn og segir hann lýsa villimennsku af hálfu gerendanna og vill að þeir sæti hámarksrefsingu þegar þeir eru fundnir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×