Erlent

Blair í Írak

Tony Blair, forsætisráðherra Breta, er í óvæntri heimsókn í Bagdad í Írak og situr, í þessum töluðu orðum, á blaðamannafundi með Iyad Allawi sem gegnir stöðu forsætisráðherra Íraks til bráðabirgða. Blair hefur áður heimsótt Írak en þá aðeins Basra borg þar sem bresku hersveitirnar hafa bækistöðvar sínar. Blair mun með heimsókn sinni nú vilja leggja sitt af mörkum fyrir þingkosningarnar í Írak sem fyrirhugaðar eru þann 30 janúar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×