Erlent

800.000 ríkisstarfsmenn í verkfall

Átta hundruð þúsund ríkisstarfsmenn í Suður-Afríku lögðu niður vinnu í nokkrum borgum landsins dag og krefjast nú launahækkunar og aukinna fríðinda. Starfsmennirnir gengu fylktu liði um götur Pretoríu, Höfðaborgar, Dúrban og fleiri borga Suður-Afríku eftir að hafa yfirgefið vinnustaðina og fara fram á að laun þeirra hækki um sjö prósent, þeir fái sjúkratryggingu, húsnæðisstyrk og vilyrði fyrir aukinni launahækkun í framtíðinni. Ríkið hefur boðið starfsmönnunum sex prósenta launahækkun en þeir segja það ekki fullnægjandi. Árið 1999 fóru um 400 þúsund ríkisstarfsmenn í Suður-Afríku í verkfall vegna óænægju með launakjör sín.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×