Erlent

Berjast um völdin

Útlit er fyrir að valdadagar Megawati Sukarnoputri, forseta Indónesíu, séu taldir. Fyrstu almennu forsetakosningarnar fara fram á mánudag og er andstæðingur Sukarnoputri, Susilo Bambang Yudhoyono, talinn sigurstranglegri. Í kosningabaráttu sinni lagði Yudhoyono áherslu á að láta auðmenn svara til saka fyrir fjársvik í tengslum við hrun bankakerfisins fyrir sjö árum. Sukarnoputri sagðist ætla að einbeita sér að því að bæta hag þeirra verst stöddu, meðal annars með því að lækka matvælaverð og kostnað við heilbrigðisþjónustu og menntun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×