Erlent

Jóakim og Alexandra að skilja

Jóakim Danaprins og eiginkona hans, Alexandra, ætla að skilja að skiptum eftir níu ára hjónaband. Þetta var formlega tilkynnt á blaðamannafundi í dönsku konungshöllinni í morgun. Jóakim og Alexandra giftust árið 1995 og eiga tvo syni, Nikolai og Felix. Í fréttatilkynningu segir að þau hafi í sameiningu ákveðið að skilja eftir mikla og stranga erfiðleika í sambandinu. Litlu prinsarnir munu búa hjá móður sinni en þau ætla að sjá um uppeldi þeirra í sameiningu. Eldri bróðir Jóakims, Friðrik krónprins, gifti sig í maí á þessu ári. Myndin er frá brúðkaupi Jóakims og Alexöndru í nóvember árið 1995.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×