Erlent

Hátt í milljón í verkfall

Hátt í milljón suður-afrískra launþega fór í verkfall til að krefjast hærri launa og meiri hlunninda. Verkfallið er að sögn verkalýðsforkólfa hið fjölmennasta í sögu Suður-Afríku. Tugþúsundir ríkisstarfsmanna fóru í mótmælagöngur í borgunum Pretoríu, Höfðaborg og Durban auk fleiri borga. Mótmæli fóru friðsamlega fram. Launþegar krefjast sjö prósenta launahækkunar en stjórnvöld bjóða sex prósenta launahækkun og eins prósents frammistöðutengdrar yfirborgunar. Talið er að 800 þúsund manns hafi farið í verkfall, tvöfalt fleiri en í fjölmennasta verkfallinu til þessa, sem var árið 1999.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×