Erlent

Taylor veldur enn vanda

Erfiðlega mun ganga að byggja Líberíu upp á nýjan leik eftir langt borgarastríð svo lengi sem Charles Taylor, fyrrum forseti og stríðsherra, gengur laus, sagði Jacques Klein, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málefnum Líberíu. Taylor var ákærður fyrir stríðsglæpi í júní í fyrra og steypt af stóli tveimur mánuðum síðar. Síðan hefur Taylor dvalið í útlegð í Nígeríu og hafa þarlend yfirvöld neitað að framselja hann. Hann hefur enn áhrif í Líberíu og sagði Klein það vera lykilatriði að draga úr áhrifum hans til að byggja Líberíu upp á ný eftir fjórtán ára borgarastríð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×