Erlent

Hrópað á Lauru

Móðir bandarísks hermanns sem lést í átökum í Írak var handtekin í gær fyrir að trufla ræðu Lauru Bush, eiginkonu Georgs Bandaríkjaforseta. Konan, íklædd stuttermabol með áletruninni: „Bush forseti: Þú drapst son minn," hrópaði spurningum að Lauru þar sem hélt ræðu á kosningafundi í New Yersey. Reynt var að þagga niður í konunni, en allt kom fyrir ekki og á endanum var hún fjarlægð af vettvangi af lögreglumönnum. Laura lét á engu bera og lauk ræðu sinni, en svaraði ekki spurningum konunnar um það hvers vegna börn þeirra sem fyrir stríðinu í Írak stóðu væru ekki send á vettvang.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×