Erlent

Morðinginn vill afslátt

Norskur maður sem var dæmdur til 21 árs fangelsisvistar fyrir að eiga þátt í morðunum á foreldrum sínum hefur krafist þess að fá afslátt af kaupverði heimilis foreldra sinna. Rök hans eru þau að við verðmat heimilisins hafi ekki verið tekið tillit til vissra skemmda. Skemmdirnar eru eftir byssukúlur sem skotið var að foreldrum hans þegar þau voru myrt. Per Orderud, kona hans og systir hennar voru dæmd fyrir morðin sem voru framin árið 1999. Aldrei var þó kveðið upp úr um hvert þeirra hefði skotið gömlu hjónin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×