Erlent

Harry heldur uppi merkjum Díönu

Harry Bretaprins segist vilja halda áfram góðgerðastarfinu sem móðir hans lagði mikla áherslu á. Hann segist ekki vilja reyna að fylla skarðið sem brotthvarf hennar olli, það geti enginn gert. Hann vill hins vegar gera sitt í von um að móðir hans geti verið stollt af honum. Harry segir í viðtali við bresku sjónvarpsstöðina ITV, að hann telji áhrif Díönu prinsessu sterk í sér, og að hann sé sannfærður um að hún vildi að hann héldi starfinu áfram. Í viðtalinu kemur jafnframt fram, að Harry telur leiðinlegt hversu mikið að neikvæðum fréttum hefur birst um Díönu undanfarin ár, einkum í ljósi þess góða sem hún lét af sér leiða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×