Erlent

Þreyta sama og veikindi

Þreyta í morgunsárið er nægjanlega góð ástæða til að tilkynna veikindi í vinnunni að mati 40 prósenta Svía, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Þar kemur einnig fram að tveir af hverjum þremur aðspurðum segja fyllilega eðlilegt að tilkynna veikindi ef þeir vinna við streituvaldandi aðstæður. Ekki er greitt fyrir fyrsta dag í veikindaleyfi en Svíar virðast hafa fundið leið til að komast hjá því. Þannig eru sögð ófá dæmi um að fólk fari heim fyrir lok vinnudags og segist orðið veikt. Þá telst restin af vinnudeginum sem fyrsti veikindadagur og full greiðsla fæst fyrir næsta dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×