Fleiri fréttir

Elvis Valca kominn í leitirnar

Elvis Valca, 27 ára Albani sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fimmtudaginn 8. apríl, er kominn í leitirnar.

Fresta bólusetningu með bóluefni Janssen

Þórólfur Guðnason segir að beðið verði með bólusetningar með bóluefni Janssen þar til betri upplýsingar liggja fyrir um mögulegar aukaverkanir.

Ekkert „plan b“ að taka barn í fóstur

Freyja Haraldsdóttir, baráttukona fyrir réttindum fólks með fötlun og fyrrverandi varaþingmaður, upplifir mikinn létti og gleði yfir því að Barnaverndarstofa hafi metið hana hæfa til að taka að sér fósturbarn – og það eftir sjö ára þrautagöngu í kerfinu.

Laugalandskonur langþreyttar á aðgerðarleysi

Tólf konur sem segjast hafa sætt illri meðferð, andlegu og líkamlegu ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi á árunum 1997 til 2007 upplifa sem svo að rannsókn á málum þeirra sé ekki gerð af alvöru eða hafi forgang. Þau hafi reiknað með öðru eftir fund með ráðherra og lögfræðingi velferðarráðuneytisins.

Ekkert heyrst frá Elvis Valca

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að hinum 27 ára gamla Albana, Elvis Valca. Lögregla lýsti eftir Elvis fimmtudaginn 8. apríl en hann hefur ekki komið í leitirnar.

Í fangelsi fyrir að skjóta að mönnum út um glugga

Karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa skotið af skammbyssu og ógnað fólki í Súðarvogi fyrir tveimur árum. Hann var einnig dæmdur fyrir vörslu á fíkniefnum og ólöglegum vopnum og skotfærum.

Söguleg reglugerð Svandísar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag um tilslakanir innanlands á grundvelli tillagna Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Svandís segist hafa farið í einu og öllu að tillögum Þórólfs nema að einu leyti. Reglugerðin tekur gildi einum degi fyrr en Þórólfur lagði til.

Varað við brennisteinsmengun í borginni

Líklegt er að brennisteinsdíoxíð frá eldgosinu á Reykjanesi berist til höfuðborgarinnar og að mengunar verður vart um tíma í dag og á morgun. Viðkvæmum einstaklingum, foreldrum barna og atvinnurekendum er ráðlagt að fylgjast með loftgæðamælingum.

Fimm þúsund bólusettir í Laugardalshöll í dag

Stór bólusetningardagur verður í Laugardalshöll í dag þegar byrjað verður að bólusetja fólk með undirliggjandi sjúkdóma og klárað að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk utan stofnanna. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir útlitið gott varðandi bólusetningar í mánuðinum.

Fjórir nýir gígar opnuðust: „Ósköp eðlileg þróun“

Fjórir nýir gígar opnuðust á gosstöðvunum í Geldingadölum í morgun. Eldfjallafræðingur segir það ekki hafa komið á óvart en sýni mikilvægi þess að fólk haldi sig fyrir utan skilgreind hættusvæði. Búist er við talsverðri gasmengun á Vatnsleysuströnd í dag.

Íslendingur handtekinn á Spáni vegna meints barnaníðs

Spænska lögreglan handtók íslenskan karlmann á sextugsaldri sem er grunaður um kynferðisbrot gegn átta börnum undri lögaldri í bænum Torre Pacheco í Murcia-héraði á suðaustanverðum Spáni. Maðurinn er sagður hafa tælt börnin og boðið þeim verðmæti.

Dagur mátti mæta í bólusetningu í morgun en ætlar að bíða

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og læknir, þáði ekki bólusetningu sem honum stóð til boða í morgun. Hann fékk sent boð á föstudaginn vegna læknisfræðimenntunar sinnar og átti pláss klukkan 10:10 í dag í fyrri Pfizer sprautuna.

„Pólitískar skoðanir Kára eru ekki vísindi“

„Ég er hlynnt ströngum sóttvarnarráðstöfunum og tel að rétt hefði verið að hefta komur ferðamanna til landsins strax í febrúar 2020. Það gleður mig að Kári skuli setja sóttvarnir ofar hagsmunum ferðaþjónustunnar.“

Líkur á því að karl­maður verði færður upp lista VG

Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri í Sandgerðisskóla og sigurvegari forvals Vinstri grænna í Suðurkjördæmi segir niðurstöðuna hafa komið sér á óvart. Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar og fyrrverandi þingmaður segir úrslitin hins vegar vonbrigði. Hann var einn fimm frambjóðenda sem sóttust eftir því að leiða listann en er hvergi að finna í þeim fimm efstu.

Hraunrennslið minnkar

Hraunrennsli úr eldstöðvunum á Reykjanesskaga hefur minnkað aftur, en það jókst í síðustu viku með opnun nýrra gíga. Flatarmál hrauns hefur þá vaxið hlutfallslega lítið síðustu sólarhringa.

Þing­kona í ræktinni hjá systur sinni

Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, er gagnrýnin á Silju Dögg Gunnarsdóttur, þingmann Framsóknarflokksins. Sú síðarnefnda fór í líkamsræktarstöð systur sinnar í dag en líkamsræktarstöðvar hafa verið lokaðar síðan fyrir páska.

Ólafur greiði Sveini í Plús film 20 milljónir

Eyrarbúið ehf., félag í eigu Ólafs Eggertssonar, bónda undir Eyjafjöllum, þarf að greiða Plús film ehf., félagi í eigu kvikmyndagerðarmannsins Sveins M. Sveinssonar, 20 milljónir króna. Um er að ræða hluta af hagnaði Ólafs af sýningu og sölu á heimildamyndinni Eyjafjallajökull Erupts.

Fluttur af sótt­kvíar­hótelinu á sjúkra­hús

Flytja þurfti gest á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún með sjúkrabíl til skoðunar á sjúkrahúsi nú í kvöld. Ekki liggur fyrir hvort veikindin voru af völdum Covid-19 eða ekki.

Svandís komin með minnisblað Þórólfs

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir hef­ur af­hent Svandísi Svavars­dótt­ur heil­brigðisráðherra minn­is­blað sitt með tillögum um áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir frá og með fimmtudeginum 15. apríl.

Hólmfríður leiðir VG í Suðurkjördæmi

Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri í Sandgerðisskóla, mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Lagðar eru til tilslakanir á samkomubanni í minnisblaði sem sóttvarnalæknir skilað heilbrigðisráðherra í dag. Við ræðum við Þórólf Guðnason í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 og heyrum jafnframt hvað Katrín Jakobsdóttir sagði um afléttingu samkomutakmarkana á Alþingi í dag.

Hrafnista hefur skuldbundið sig til að veita ákveðna þjónustu

María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að hjúkrunarheimilum beri eftir sem áður að veita þá þjónustu sem þau hafa samið við SÍ um að veita. Bág fjárhagsstaða hjúkrunarheimila hefur verið til umræðu, síðast þegar Hrafnista sagði upp 40 starfsmönnum nýverið.

Ánægjuleg einokunarstaða hjá fyrstu gullgröfurunum

Þegar gengið er niður af Fagradalsfjalli að kvöldlagi er lítið um lýsingu að undanskildum höfuðljósum þeirra göngumanna sem hafa haft rænu á að muna eftir þeim mikilvæga búnaði. Um leið og afleggjarinn við Suðurstrandarveg er í augsýn sést þó loks glitta í eina almennilega upplýsta staðinn við fjallið.

Ríkisstjórnin ætlar að vinna afléttingaráætlun

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að þegar skýrari afhendingaráætlanir bóluefna berist ætti að vera hægt að setja upp „einhverjar vörður“ til þess að ramma inn tilslakanir.

Áslaug: Spurningar vöknuðu eftir ríkisstjórnarfund

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir spurningar hafa vaknað um lögmæti reglugerðar heilbrigðisráðherra um sóttvarnarhús eftir að hún var kynnt á ríkisstjórnarfundi 30. mars. 

Tvö grömm af kannabis komu upp um kolsvartar milljónir

Lögreglan á Suðurlandi lagði á dögunum hald á tvö grömm af kannabisefnum hjá karlmanni búsettum á Suðurlandi. Haldlagning efnanna ein og sér teldist tæplega til tíðinda ef ekki væri fyrir það sem átti eftir að koma í ljós.

Fastagestur á gosstöðvunum á flugvél sem pabbi hans smíðaði

Arnar Þór Emilsson flugmaður sem lenti lítilli vél við gosstöðvarnar í morgun er líklega einn fárra flugmanna hér á landi sem flýgur flugvél sem pabbi hans smíðaði. Vélin er tveggja manna og auðvelt að lenda svo til hvar sem er, til dæmis á Fagradalsfjalli.

Sjá næstu 50 fréttir