Dagur mátti mæta í bólusetningu í morgun en ætlar að bíða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. apríl 2021 10:59 Fróðlegt verður að sjá hvort fleiri heilbrigðisstarfsmenn, sem ekki eru í samskiptum við sjúklinga, fari að fordæmi Dags, Þórólfs og fleiri. Vísir/Vilhlm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og læknir, þáði ekki bólusetningu sem honum stóð til boða í morgun. Hann fékk sent boð á föstudaginn vegna læknisfræðimenntunar sinnar og átti pláss klukkan 10:10 í dag í fyrri Pfizer sprautuna. Borgarstjóri greinir frá því á Facebook að hjartað hafi tekið kipp þegar hann fékk boð í bólusetningu með SMS-skilaboðum síðastliðinn föstudag. „Ég átti að mæta núna kl. 10.10 og fá skammt frá Pfizer. Við frekari eftirgrennslan kom í ljós að verið var að bjóða mér sem lækni. Það góða boð mun ég því ekki þiggja þar sem ég er ekki að hitta sjúklinga,“ segir Dagur sem hefur starfað í pólitík í lengri tíma. Fer hann þannig að tilmælum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að fólk sem ekki er í beinum tengslum við sjúklinga þiggi ekki boð um bólusetningu þótt það fái boð þess efnis. Ekki hafi verið hægt að greina á milli starfandi heilbrigðisstarfsfólks sem sinni sjúklinga og annarra með réttindi sem jafnvel hafi ekki starfað við fagið í lengri tíma. „Ég er hins vegar með gigt og á ónæmisbælandi lyfjum. Og fólk með undirliggjandi sjúkdóma er einmitt í næsta forgangshópi.“ Hann segir að fyrirspurn sín um bólusetningaboðið hafi dregið fram ánægjulegar staðreyndir sem séu líklega ekki á allra vitorði. „Í þessari viku geta orðið margir stórir bólusetningardagar þótt þeir hafi ekki verið staðfestir og í næstu viku og þar næstu ættu stórir hópar fólks með undirliggjandi sjúkdóma að geta fengið bólusetningu.“ Styttist í kennara og leikskólastarfsfólk Alls séu þetta um fimmtíu þúsund manns og auk þess hafi allstór hópur þegar fengið sinn skammt vegna aldurs. „Forgangsraðaðað verður eftir aldri og mun ég glaður þiggja minn skammt þegar kemur að mér. Þetta þýðir einnig að það styttist í leikskólastarfsfólk og kennara og aðra forgangshópa og síðan almenna bólusetningu fyrir alla þótt þetta hafi ekki verið tímasett upp á dag.“ Hann segir bólusetningar í traustum höndum heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og honum heyrist allir á einu máli um að skipulag og utanumhald sé til fyrirmyndar. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Borgarstjóri greinir frá því á Facebook að hjartað hafi tekið kipp þegar hann fékk boð í bólusetningu með SMS-skilaboðum síðastliðinn föstudag. „Ég átti að mæta núna kl. 10.10 og fá skammt frá Pfizer. Við frekari eftirgrennslan kom í ljós að verið var að bjóða mér sem lækni. Það góða boð mun ég því ekki þiggja þar sem ég er ekki að hitta sjúklinga,“ segir Dagur sem hefur starfað í pólitík í lengri tíma. Fer hann þannig að tilmælum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að fólk sem ekki er í beinum tengslum við sjúklinga þiggi ekki boð um bólusetningu þótt það fái boð þess efnis. Ekki hafi verið hægt að greina á milli starfandi heilbrigðisstarfsfólks sem sinni sjúklinga og annarra með réttindi sem jafnvel hafi ekki starfað við fagið í lengri tíma. „Ég er hins vegar með gigt og á ónæmisbælandi lyfjum. Og fólk með undirliggjandi sjúkdóma er einmitt í næsta forgangshópi.“ Hann segir að fyrirspurn sín um bólusetningaboðið hafi dregið fram ánægjulegar staðreyndir sem séu líklega ekki á allra vitorði. „Í þessari viku geta orðið margir stórir bólusetningardagar þótt þeir hafi ekki verið staðfestir og í næstu viku og þar næstu ættu stórir hópar fólks með undirliggjandi sjúkdóma að geta fengið bólusetningu.“ Styttist í kennara og leikskólastarfsfólk Alls séu þetta um fimmtíu þúsund manns og auk þess hafi allstór hópur þegar fengið sinn skammt vegna aldurs. „Forgangsraðaðað verður eftir aldri og mun ég glaður þiggja minn skammt þegar kemur að mér. Þetta þýðir einnig að það styttist í leikskólastarfsfólk og kennara og aðra forgangshópa og síðan almenna bólusetningu fyrir alla þótt þetta hafi ekki verið tímasett upp á dag.“ Hann segir bólusetningar í traustum höndum heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og honum heyrist allir á einu máli um að skipulag og utanumhald sé til fyrirmyndar.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira