Þingkona í ræktinni hjá systur sinni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. apríl 2021 21:56 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var gagnrýnd fyrir ferð í ræktina. Vísir/Vilhelm Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, er gagnrýnin á Silju Dögg Gunnarsdóttur, þingmann Framsóknarflokksins. Sú síðarnefnda fór í líkamsræktarstöð systur sinnar í dag en líkamsræktarstöðvar hafa verið lokaðar síðan fyrir páska. Ásta birti færslu á Twitter í kvöld. Þar má sjá skjáskot af Facebook-færslu sem Silja Dögg birti, með mynd af sér í ræktinni. Af texta færslunnar má ráða að Silja sé mætt í líkamsrækt með systur sinni, sem er eigandi Orkustöðvarinnar í Reykjanesbæ. „Þingmaður ríkisstjórnarflokks notar tengsl sín til þess að gera það sem almenningi er bannað. Montar sig á FB í þokkabót. Kunnuglegt stef og afleiðingarnar verða engar frekar en fyrri daginn,“ skrifar Ásta Guðrún og spyr hvort ríkisstjórnin sé „alveg klofin í þrennt.“ Þingmaður ríkisstjórnarflokks notar tengsl sín til þess að gera það sem almenningi er bannað. Montar sig á FB í þokkabót. Kunnuglegt stef og afleiðingarnar verða engar frekar en fyrri daginn.Er þessi ríkisstjórn alveg klofin í þrennt? https://t.co/jHPlfKo8uG pic.twitter.com/jZy4zM6f3u— Ásta Helgadóttir (@asta_fish) April 12, 2021 Silja Dögg fær fín viðbrögð á Facebook-færsluna og hefur fengið hrós fyrir framtakið í athugasemdum við hana. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er meðal þeirra sem setja „like“ við færsluna. Segist einfaldlega heppin með systur Í samtali við Vísi segist Silja Dögg ekki hafa komist í líkamsrækt vegna tengsla sinna sem þingmaður. Hún sé einfaldlega svo heppin að systir hennar eigi líkamsræktarstöð, sem hún hafi boðið henni að koma með í. „Það er ekkert merkilegra en það,“ segir Silja Dögg og segir gagnrýnina hafa verið viðbúna. „Þetta er ekki opin stöð. Hún er lokuð og það er enginn að fara þarna nema ég og systir mín. Hún er ekki að opna þarna fyrir vini og vandamenn.“ Silja Dögg segist þó skilja gagnrýnina. Hún átti sig á því að marga langi eflaust í ræktina og búi ekki svo vel að eiga systur sem eigi líkamsræktarstöð. „Ég er bara mjög heppin að hún bauð mér með sér, en stöðin er lokuð og verður það þangað til annað er leyft,“ segir Silja Dögg. Hún kveðst ekki hafa beðið systur sína um að taka sig með í ræktina. Hún ítrekar þá að aðgangur hennar að stöðinni hafi ekki haft neitt að gera með stöðu hennar sem þingmaður. Hún hefði farið með henni hvort sem hún væri á þingi. „Ég er ekki með einhver sambönd sem þingmaður. Ég mæti ekki upp í Sporthús og segi: „Já þingmaðurinn er mættur, viljið þið opna fyrir mér.““ Líkamsræktarstöðvar Framsóknarflokkurinn Alþingi Samkomubann á Íslandi Reykjanesbær Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Ásta birti færslu á Twitter í kvöld. Þar má sjá skjáskot af Facebook-færslu sem Silja Dögg birti, með mynd af sér í ræktinni. Af texta færslunnar má ráða að Silja sé mætt í líkamsrækt með systur sinni, sem er eigandi Orkustöðvarinnar í Reykjanesbæ. „Þingmaður ríkisstjórnarflokks notar tengsl sín til þess að gera það sem almenningi er bannað. Montar sig á FB í þokkabót. Kunnuglegt stef og afleiðingarnar verða engar frekar en fyrri daginn,“ skrifar Ásta Guðrún og spyr hvort ríkisstjórnin sé „alveg klofin í þrennt.“ Þingmaður ríkisstjórnarflokks notar tengsl sín til þess að gera það sem almenningi er bannað. Montar sig á FB í þokkabót. Kunnuglegt stef og afleiðingarnar verða engar frekar en fyrri daginn.Er þessi ríkisstjórn alveg klofin í þrennt? https://t.co/jHPlfKo8uG pic.twitter.com/jZy4zM6f3u— Ásta Helgadóttir (@asta_fish) April 12, 2021 Silja Dögg fær fín viðbrögð á Facebook-færsluna og hefur fengið hrós fyrir framtakið í athugasemdum við hana. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er meðal þeirra sem setja „like“ við færsluna. Segist einfaldlega heppin með systur Í samtali við Vísi segist Silja Dögg ekki hafa komist í líkamsrækt vegna tengsla sinna sem þingmaður. Hún sé einfaldlega svo heppin að systir hennar eigi líkamsræktarstöð, sem hún hafi boðið henni að koma með í. „Það er ekkert merkilegra en það,“ segir Silja Dögg og segir gagnrýnina hafa verið viðbúna. „Þetta er ekki opin stöð. Hún er lokuð og það er enginn að fara þarna nema ég og systir mín. Hún er ekki að opna þarna fyrir vini og vandamenn.“ Silja Dögg segist þó skilja gagnrýnina. Hún átti sig á því að marga langi eflaust í ræktina og búi ekki svo vel að eiga systur sem eigi líkamsræktarstöð. „Ég er bara mjög heppin að hún bauð mér með sér, en stöðin er lokuð og verður það þangað til annað er leyft,“ segir Silja Dögg. Hún kveðst ekki hafa beðið systur sína um að taka sig með í ræktina. Hún ítrekar þá að aðgangur hennar að stöðinni hafi ekki haft neitt að gera með stöðu hennar sem þingmaður. Hún hefði farið með henni hvort sem hún væri á þingi. „Ég er ekki með einhver sambönd sem þingmaður. Ég mæti ekki upp í Sporthús og segi: „Já þingmaðurinn er mættur, viljið þið opna fyrir mér.““
Líkamsræktarstöðvar Framsóknarflokkurinn Alþingi Samkomubann á Íslandi Reykjanesbær Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira