Innlent

Fleiri gígar opnuðust í morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Nýi gígurinn er norðan við fyrsta gíginn sem opnaðist í Geldingadal.
Nýi gígurinn er norðan við fyrsta gíginn sem opnaðist í Geldingadal. Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands

Tveir eða þrír gígar opnuðust á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í morgun.

Frá þessu er greint á Facebook-síðu Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. Sjá má að nýju gígarnir er norðan við fyrsta og þar með syðsta gíginn í gígaröðinni.

Hópurinn birtir myndband af nýju gígunum, en samkvæmt upplýsingum frá jarðvakt Veðurstofunnar er um að ræða tvo eða jafnvel þrjá nýja gíga. Þeir opnuðust rétt fyrir klukkan níu í morgun.

Verið sé að funda um málið og  verði send út tilkynning síðar í dag. 


Tengdar fréttir

Hraunrennslið minnkar

Hraunrennsli úr eldstöðvunum á Reykjanesskaga hefur minnkað aftur, en það jókst í síðustu viku með opnun nýrra gíga. Flatarmál hrauns hefur þá vaxið hlutfallslega lítið síðustu sólarhringa.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×