Svandís komin með minnisblað Þórólfs Eiður Þór Árnason skrifar 12. apríl 2021 19:09 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur afhent Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað sitt með tillögum um áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir frá og með fimmtudeginum 15. apríl. Sóttvarnalæknir hefur lítið viljað gefa upp um nákvæmt innihald tillagnanna en gefið út að hann muni leggja til tilslakanir. Gera má ráð fyrir að minnisblaðið verði tekið til umfjöllunar á fundi ríkisstjórnarinnar á morgun og að ný sóttvarnareglugerð heilbrigðisráðherra verði kynnt í kjölfarið. Tæpar þrjár vikur eru frá því að stjórnvöld boðuðu hertar sóttvarnaaðgerðir með skömmum fyrirvara þegar kórónuveirsmitum tók skyndilega að fjölga í samfélaginu. Aðgerðirnar byggðu í stórum dráttum á þeim sem notaðar voru til að kveða niður þriðju bylgju faraldursins í haust en heilbrigðisyfirvöld vonuðust til að sneggri viðbrögð yrðu til þess að hefja mætti afléttingar fyrr. Þórólfur sagði í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að útlit væri fyrir að hægt væri að standa við þær yfirlýsingar og hefja nú afléttingar í öruggum skrefum. Hann telur vera svigrúm til að rýmka núverandi fjöldatakmörkun sem miðast nú við tíu manns. „Menn hafa staðið sig mjög vel. Við erum að greina einstaka smit en þessar hópsýkingar sem við höfum verið að sjá hafa klárlega dottið niður. Það er bara út af því hvað fólk hefur staðið sig vel og farið eftir þeim reglum sem eru í gangi, þannig að ég tel alveg að það sé rúm til að fara hægt í sakirnar.“ Liggur ekki fyrir hvort þau fái seinni skammtinn Aðspurður hvort ákvörðun hafi verið tekin um bólusetningu fólks undir 70 ára aldri sem hafi fengið bóluefni AstraZeneca sagði Þórólfur svo ekki vera. Hann boðaði fyrir helgi að konum undir 55 ára aldri verði hér eftir boðið að fá önnur bóluefni vegna hættu á sjaldgæfum blóðtöppum. Heilbrigðisstarfsmenn á Landspítala sem tilheyra þeim hópi eru meðal þeirra sem fengu fyrri skammtinn af bóluefninu áður en tímabundið hlé var gert á notkun þess. „Við erum í samfloti með hinum Norðurlöndunum þar sem við erum að skoða málin. Við vitum að það eru rannsóknir í gangi til að skoða hvort það sé hægt að gefa annað bóluefni í öðrum skammti hjá yngra fólki.“ Heilbrigðisyfirvöld í Frakklandi og Þýskalandi hafi tekið ákvörðun um að gefa hópnum seinni skammtinn af mRNA bóluefni á borð við Pfizer/BioNTech eða Moderna. Bíða eftir frekari gögnum „Við vitum út frá öðrum bólusetningum að það hefur virkað ágætlega að blanda saman mismunandi bóluefnum og gefa seinni skammtinn með annarri tegund. En það er ekki alveg vitað með þessa tegund þannig að við erum aðeins að hinkra og sjá hvort við getum fengið betri vitneskju um það.“ Þórólfur bætti við að þeir sem ekki væru taldir í neinni áhættu vegna aukaverkanna myndu fá sinn seinni skammt af efni AstraZeneca. Einn greindist með Covid-19 innanlands í gær og var viðkomandi var í sóttkví. 98 eru í einangrun samkvæmt upplýsingum á Covid.is. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Körlum aftur boðið að fá bóluefni AstraZeneca Sóttvarnalæknir hefur útvíkkað þann hóp sem fær bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19. Verður körlum á öllum aldri og konum 55 ára og eldri nú boðið í bólusetningu með efninu. 9. apríl 2021 16:55 Ekki verið ákveðið hvort starfsfólk Landspítala fái seinni skammtinn Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þeir starfsmenn Landspítalans sem hafa fengið fyrri skammt AstraZeneca bóluefnisins fái þann seinni. 29. mars 2021 13:53 Segja áhættuna af AstraZeneca mjög litla Fólk er í mun meiri hættu að fá blóðtappa veikist það af Covid 19 en ef það er bólusett með AstraZeneca bóluefninu samkvæmt ítarlegum rannsóknum bæði evrópsku og bresku lyfjastofnanna sem kynntar voru í dag. Ábatinn af notkun efnisins sé til mikilla muna meiri en áhættan sem fylgi því að veikjast af Covid. 7. apríl 2021 19:21 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Sóttvarnalæknir hefur lítið viljað gefa upp um nákvæmt innihald tillagnanna en gefið út að hann muni leggja til tilslakanir. Gera má ráð fyrir að minnisblaðið verði tekið til umfjöllunar á fundi ríkisstjórnarinnar á morgun og að ný sóttvarnareglugerð heilbrigðisráðherra verði kynnt í kjölfarið. Tæpar þrjár vikur eru frá því að stjórnvöld boðuðu hertar sóttvarnaaðgerðir með skömmum fyrirvara þegar kórónuveirsmitum tók skyndilega að fjölga í samfélaginu. Aðgerðirnar byggðu í stórum dráttum á þeim sem notaðar voru til að kveða niður þriðju bylgju faraldursins í haust en heilbrigðisyfirvöld vonuðust til að sneggri viðbrögð yrðu til þess að hefja mætti afléttingar fyrr. Þórólfur sagði í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að útlit væri fyrir að hægt væri að standa við þær yfirlýsingar og hefja nú afléttingar í öruggum skrefum. Hann telur vera svigrúm til að rýmka núverandi fjöldatakmörkun sem miðast nú við tíu manns. „Menn hafa staðið sig mjög vel. Við erum að greina einstaka smit en þessar hópsýkingar sem við höfum verið að sjá hafa klárlega dottið niður. Það er bara út af því hvað fólk hefur staðið sig vel og farið eftir þeim reglum sem eru í gangi, þannig að ég tel alveg að það sé rúm til að fara hægt í sakirnar.“ Liggur ekki fyrir hvort þau fái seinni skammtinn Aðspurður hvort ákvörðun hafi verið tekin um bólusetningu fólks undir 70 ára aldri sem hafi fengið bóluefni AstraZeneca sagði Þórólfur svo ekki vera. Hann boðaði fyrir helgi að konum undir 55 ára aldri verði hér eftir boðið að fá önnur bóluefni vegna hættu á sjaldgæfum blóðtöppum. Heilbrigðisstarfsmenn á Landspítala sem tilheyra þeim hópi eru meðal þeirra sem fengu fyrri skammtinn af bóluefninu áður en tímabundið hlé var gert á notkun þess. „Við erum í samfloti með hinum Norðurlöndunum þar sem við erum að skoða málin. Við vitum að það eru rannsóknir í gangi til að skoða hvort það sé hægt að gefa annað bóluefni í öðrum skammti hjá yngra fólki.“ Heilbrigðisyfirvöld í Frakklandi og Þýskalandi hafi tekið ákvörðun um að gefa hópnum seinni skammtinn af mRNA bóluefni á borð við Pfizer/BioNTech eða Moderna. Bíða eftir frekari gögnum „Við vitum út frá öðrum bólusetningum að það hefur virkað ágætlega að blanda saman mismunandi bóluefnum og gefa seinni skammtinn með annarri tegund. En það er ekki alveg vitað með þessa tegund þannig að við erum aðeins að hinkra og sjá hvort við getum fengið betri vitneskju um það.“ Þórólfur bætti við að þeir sem ekki væru taldir í neinni áhættu vegna aukaverkanna myndu fá sinn seinni skammt af efni AstraZeneca. Einn greindist með Covid-19 innanlands í gær og var viðkomandi var í sóttkví. 98 eru í einangrun samkvæmt upplýsingum á Covid.is. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Körlum aftur boðið að fá bóluefni AstraZeneca Sóttvarnalæknir hefur útvíkkað þann hóp sem fær bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19. Verður körlum á öllum aldri og konum 55 ára og eldri nú boðið í bólusetningu með efninu. 9. apríl 2021 16:55 Ekki verið ákveðið hvort starfsfólk Landspítala fái seinni skammtinn Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þeir starfsmenn Landspítalans sem hafa fengið fyrri skammt AstraZeneca bóluefnisins fái þann seinni. 29. mars 2021 13:53 Segja áhættuna af AstraZeneca mjög litla Fólk er í mun meiri hættu að fá blóðtappa veikist það af Covid 19 en ef það er bólusett með AstraZeneca bóluefninu samkvæmt ítarlegum rannsóknum bæði evrópsku og bresku lyfjastofnanna sem kynntar voru í dag. Ábatinn af notkun efnisins sé til mikilla muna meiri en áhættan sem fylgi því að veikjast af Covid. 7. apríl 2021 19:21 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Körlum aftur boðið að fá bóluefni AstraZeneca Sóttvarnalæknir hefur útvíkkað þann hóp sem fær bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19. Verður körlum á öllum aldri og konum 55 ára og eldri nú boðið í bólusetningu með efninu. 9. apríl 2021 16:55
Ekki verið ákveðið hvort starfsfólk Landspítala fái seinni skammtinn Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þeir starfsmenn Landspítalans sem hafa fengið fyrri skammt AstraZeneca bóluefnisins fái þann seinni. 29. mars 2021 13:53
Segja áhættuna af AstraZeneca mjög litla Fólk er í mun meiri hættu að fá blóðtappa veikist það af Covid 19 en ef það er bólusett með AstraZeneca bóluefninu samkvæmt ítarlegum rannsóknum bæði evrópsku og bresku lyfjastofnanna sem kynntar voru í dag. Ábatinn af notkun efnisins sé til mikilla muna meiri en áhættan sem fylgi því að veikjast af Covid. 7. apríl 2021 19:21