Algjört ævintýri en verkefnið orðið heldur langt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. apríl 2021 13:00 Frá gosstöðvunum í gærkvöldi. Vísir/vilhelm „Þetta er búið að vera pínu strembið en okkur líður ágætlega held ég,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. Mikið hefur mætt á björgunarsveitarfólki frá því að eldgosið í Geldingadölum hófst þann 19. mars. Björgunarsveitarfólk af öllu landinu hefur staðið vaktina nær allan sólarhringinn undanfarnar vikur en bæjaryfirvöld leita leiða til þess að draga úr álagi á björgunarsveitirnar. Bogi viðurkennir að þreytu sé farið að gæta í mannskapnum, en að á sama tíma telji fólk það forréttindi að fá að starfa í návígi við náttúruundur af þessu tagi. Búið að vera í lengri kantinum „Þetta er ævintýri. Það eru líka alltaf ævintýrin sem trekkja að í þessu starfi. Hvert verkefni er misjafnt en þetta er kannski búið að vera svona í lengri kantinum,“ segir hann. „Ég held að menn nái alveg að hvíla sig inn á milli. En við ákváðum að keyra þetta hálf partinn á vaktakerfi og setja mannskapinn á vaktir, þannig að núna eru að meðaltali fimm á hverjum tímapunkti frá okkur.“ Það er óhætt að segja að um sjónarspil sé að ræða á Fagradalsfjalli. Þessi mynd var tekin í gær.Vísir/Vilhelm Daglega hafa borist fréttir af fólki sem hefur farið á svæðið illa búið og illa undirbúið. Gangan að gosstöðvunum getur verið strembin, ekki síst þegar veður er óhagstætt. Aðspurður segir Bogi það geta verið þreytandi til lengdar að þurfa stöðugt að ítreka mikilvægi þess að fara vel búinn. „Maður er samt kannski meira pirraður þegar börnin eiga í hlut og fólk er ekki að hugsa það til enda. Þau eru lítil, ekki eins mikið á hreyfingu og halda ekki eins vel á sér hita. Þau þurfa að vera extra klædd miðað við það. Núna er gott veður en það er búið að vera vont veður upp á síðkastið. En þetta hefur samt minnkað, fólk er að mæta betur klætt og betur undirbúið.“ Bjóða nemum vinnu á svæðinu Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, sagði í samtali við fréttastofu í gær að ekki gangi til lengdar að treysta alfarið á björgunarsveitir á svæðinu. Til skoðunar sé að hefja gjaldtöku fyrir bílastæði sem myndi meðal annars renna til björgunarsveita, og til að greiða laun væntanlegs starfsfólks á svæðinu. Fannar Jónasson er bæjarstjóri í Grindavík.Vísir/EgillA „Það hafa komið hugmyndir um að þangað komi landverðir, kannski í gegnum Umhverfisstofnun. Það er líka verið að horfa til úrræða ríkisstjórnarinnar varðandi ný störf. Það gæti vel komið til greina að fá fólk sem hefur misst atvinnuna úr ferðamennskunni, en verið í því að leiðsegja og taka á móti gestum til dæmis á Keflavíkurflugvelli. Eins hefur Grindavíkurbær ætlað sér að bjóða framhaldsskólanemum og háskólanemum störf í sumar sem hafa ekki fengið vinnu annars staðar,“ segir Fannar. Þá segir Bogi aðspurður að fólk hafi verið duglegt að styrkja björgunarsveitirnar síðustu vikur. „Já, fólk hefur verið örlátt að leggja inn á okkur. Við kunnum öllum sem gera það bestu þakkir,“ segir hann. „Þetta fer í að græja og standa undir kostnaði. Tækin slitna og sérstaklega þegar maður er að keyra allan daginn utan vegar, það tekur sinn toll.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Mikið hefur mætt á björgunarsveitarfólki frá því að eldgosið í Geldingadölum hófst þann 19. mars. Björgunarsveitarfólk af öllu landinu hefur staðið vaktina nær allan sólarhringinn undanfarnar vikur en bæjaryfirvöld leita leiða til þess að draga úr álagi á björgunarsveitirnar. Bogi viðurkennir að þreytu sé farið að gæta í mannskapnum, en að á sama tíma telji fólk það forréttindi að fá að starfa í návígi við náttúruundur af þessu tagi. Búið að vera í lengri kantinum „Þetta er ævintýri. Það eru líka alltaf ævintýrin sem trekkja að í þessu starfi. Hvert verkefni er misjafnt en þetta er kannski búið að vera svona í lengri kantinum,“ segir hann. „Ég held að menn nái alveg að hvíla sig inn á milli. En við ákváðum að keyra þetta hálf partinn á vaktakerfi og setja mannskapinn á vaktir, þannig að núna eru að meðaltali fimm á hverjum tímapunkti frá okkur.“ Það er óhætt að segja að um sjónarspil sé að ræða á Fagradalsfjalli. Þessi mynd var tekin í gær.Vísir/Vilhelm Daglega hafa borist fréttir af fólki sem hefur farið á svæðið illa búið og illa undirbúið. Gangan að gosstöðvunum getur verið strembin, ekki síst þegar veður er óhagstætt. Aðspurður segir Bogi það geta verið þreytandi til lengdar að þurfa stöðugt að ítreka mikilvægi þess að fara vel búinn. „Maður er samt kannski meira pirraður þegar börnin eiga í hlut og fólk er ekki að hugsa það til enda. Þau eru lítil, ekki eins mikið á hreyfingu og halda ekki eins vel á sér hita. Þau þurfa að vera extra klædd miðað við það. Núna er gott veður en það er búið að vera vont veður upp á síðkastið. En þetta hefur samt minnkað, fólk er að mæta betur klætt og betur undirbúið.“ Bjóða nemum vinnu á svæðinu Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, sagði í samtali við fréttastofu í gær að ekki gangi til lengdar að treysta alfarið á björgunarsveitir á svæðinu. Til skoðunar sé að hefja gjaldtöku fyrir bílastæði sem myndi meðal annars renna til björgunarsveita, og til að greiða laun væntanlegs starfsfólks á svæðinu. Fannar Jónasson er bæjarstjóri í Grindavík.Vísir/EgillA „Það hafa komið hugmyndir um að þangað komi landverðir, kannski í gegnum Umhverfisstofnun. Það er líka verið að horfa til úrræða ríkisstjórnarinnar varðandi ný störf. Það gæti vel komið til greina að fá fólk sem hefur misst atvinnuna úr ferðamennskunni, en verið í því að leiðsegja og taka á móti gestum til dæmis á Keflavíkurflugvelli. Eins hefur Grindavíkurbær ætlað sér að bjóða framhaldsskólanemum og háskólanemum störf í sumar sem hafa ekki fengið vinnu annars staðar,“ segir Fannar. Þá segir Bogi aðspurður að fólk hafi verið duglegt að styrkja björgunarsveitirnar síðustu vikur. „Já, fólk hefur verið örlátt að leggja inn á okkur. Við kunnum öllum sem gera það bestu þakkir,“ segir hann. „Þetta fer í að græja og standa undir kostnaði. Tækin slitna og sérstaklega þegar maður er að keyra allan daginn utan vegar, það tekur sinn toll.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira