Innlent

Ungmenni með „Molotov-kokteila“ við skóla í Hafnarfirði

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hópurinn tvístraðist þegar lögreglu bar að.
Hópurinn tvístraðist þegar lögreglu bar að. Vísir/Vilhelm

Lögregla var kölluð á vettvang um kl. 22 í gærkvöldi vegna hóps ungmenna sem var að fikta með flöskusprengjur, svokallaða Molotov-kokteila, við skóla í Hafnarfirði. 

Hópurinn tvístraðist þegar lögreglu bar að garði en sjá mátti glerbrot og ýmis ummerki á staðnum, að því er segir í dagbók lögreglu.

Skömmu fyrir miðnætti var óskað eftir aðstoð lögreglu á Reykjavíkurflugvelli þegar nefhjól flugvélar brotnaði við lendingu en engan sakaði.

Tveir einstaklingar voru handteknir fyrir nytjastuld á bifreið um kl. 3 og er ökumaðurinn grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna. Þetta mun vera í annað sinn á tveimur sólahringum sem viðkomandi er handtekinn fyrir nytjastuld.

Þá var ökumaður stöðvaður í Ártúnsbrekku þar sem hann fór á 138 km/klst en hámarkshraði í brekkunni eru 80 km/klst.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×