Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Angela Merkel, Þýskalandskanslari, er komin til Íslands. Hún er sérstakur gestur á sumarfundi forsætisráðherra Norðurlandanna sem fer fram á morgun.

Stafræn biðskýli að spretta upp

Vinna er hafin við að skipta út biðskýlum í Reykjavík og eru fyrstu tvö komin upp við Kringlumýrarbraut og Faxafen. Hin nýju biðskýli eru stafræn og verður hægt að nálgast rauntímaupplýsingar um komutíma næstu strætisvagna á að minnsta kosti 50 staðsetningum í borginni.

Rómafólkið á Íslandi er frá ýmsum löndum

Um helgina lauk alþjóðlegri ráðstefnu um málefni Rómafólks, eða sígauna, sem haldin var í Veröld – húsi Vigdísar Finnbogadóttur. Aðalskipuleggjandi ráðstefnunnar, Sofiya Zahova, segir Rómafólk hálfgert huldufólk á Íslandi.

Stefna á að finna nýja jörð

Háskerpulitrófsgreinir sem íslenskur vísindamaður tók þátt í að smíða er þegar byrjaður að finna merki um fjarreikistjörnur sem gætu líkst jörðinni. Hundruð fjarreikistjörnufræðinga hittast á ráðstefnu í Reykjavík í vikunni.

Prófuðu Mars-geimbúning á Íslandi

Hópur á vegum Iceland Space Agency dvaldi fyrr í mánuðinum við Grímsvötn á Vatnajökli til þess að safna gögnum og prófa geimbúning sem iðnhönnuður hannaði í samstarfi við NASA, bandarísku geimferðastofnunina. Markmiðið var að kanna hvernig geimbúningurinn virkar í umhverfi sem líkist því sem finna má á Mars

Málsvari blindra og sjónskertra í 80 ár

Í dag 19. ágúst eru 80 ár liðin frá stofnun Blindrafélagsins. Af því tilefni býður félagið til hátíðarsamkomu á Hótel Nordica að Suðurlandsbraut í Reykjavík klukkan 16 í dag. Félagið á enn ríkt erindi, segir formaðurinn.

Réttað í máli Jóhanns í desember 2020

Alríkisdómstóll í Los Angeles hefur nú breytt dagsetningum í málaferlum Jóhanns Helgasonar vegna meints stuldar á laginu Söknuði. Nú er gert ráð fyrir að réttarhöldin sjálf verði ekki fyrr en í desember 2020 í staðinn fyrir í maí það ár.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.